Innlent

Suður­standar­vegur lokaður fram yfir helgi

Atli Ísleifsson skrifar
Sprungur hafa víða myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning.
Sprungur hafa víða myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning. Vegagerðin

Ástand Suðurstrandarvegar við Festarfjall er svipað og var í gær en hefur heldur þróast til verri vegar. Í ljósi jarðskjálftavirkninnar og spár um rigningu á svæðinu næsta daga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda veginum lokuðum að minnsta kosti fram yfir helgi.

Á vef Vegagerðarinnar segir að fylgst verði náið með ástandinu um helgina og ákvörðun um framhaldið tekin í byrjun næstu viku. Sprungur hafa víða myndast við axlir og í fyllingu þannig að vegrið hefur ekki allsstaðar fullan stuðning.

„Við skoðun í morgun komu í ljós nýjar sprungur og hefur sigið aðeins meira á þeim stöðum sem vegurinn hafði sigið áður.

Neyðaraðilar, í samráði við Vegagerðina, geta farið um Suðurstrandarveg reynist þess þörf en mælt er með að menn aki hlíðar megin á veginum og verður tryggt að hin akreinin sé óaðgengileg og er það gert með gátskjöldum.

Bætt verður við skiltum til að láta vegfarendur vita með lengri fyrirvara en áður, hvorttveggja í Grindavík og við Þorlákshöfn.“

Vegagerðin

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×