Kona grunuð um að þræla þremur stjúpbörnum sínum út Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 11:33 Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir konunni úr gildi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms yfir konu sem grunuð er um fjárdrátt, að hafa þrælað út þremur stjúpbörnum sínum og beitt þau andlegu ofbeldi. Konan var handtekin fyrr í vikunni og úrskurðaði Héraðsdómur Reykjaness konuna í kjölfarið í gæsluvarðhald til 24. mars. Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Barnaverndarnefnd hafi kært konuna vegna upplýsinga um að konan hafi látið börnin vinna myrkranna á milli í nokkur ár, notið fjárhagslegs ávinnings af meintum brotum, sjálf tekið laun þeirra og ýmist sent peninga úr landi eða þá notað í spilakössum. Rannsókn lögreglu á bankareikningum konunnar og barnanna er sögð styðja eindregið frásögn barnanna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og sé ljóst að hún sé umfangsmikil. Var þar fallist á með sóknaraðila að hætta væri á að konan myndi reyna að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að eyða gögnum, skjóta undan munum og hafa áhrif á mikilvæg vitni, sér í lagi brotaþola sem eru stjúpbörn hennar og því í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Landsréttur úrskurðar hins vegar að að virtum gögnum málsins séu ekki fyrir hendi rannsóknarhagsmunir til að konunni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Var því ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Konan var handtekin á þriðjudag og yfirheyrð í kjölfarið. Við húsleit á heimili og vinnustað konunnar fundust meðal annars 835 þúsund krónur í reiðufé, að því er segir í úrskurði héraðsdóms. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Í úrskurði héraðsdóms kemur fram að Barnaverndarnefnd hafi kært konuna vegna upplýsinga um að konan hafi látið börnin vinna myrkranna á milli í nokkur ár, notið fjárhagslegs ávinnings af meintum brotum, sjálf tekið laun þeirra og ýmist sent peninga úr landi eða þá notað í spilakössum. Rannsókn lögreglu á bankareikningum konunnar og barnanna er sögð styðja eindregið frásögn barnanna. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að rannsókn málsins sé á viðkvæmu stigi og sé ljóst að hún sé umfangsmikil. Var þar fallist á með sóknaraðila að hætta væri á að konan myndi reyna að torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að eyða gögnum, skjóta undan munum og hafa áhrif á mikilvæg vitni, sér í lagi brotaþola sem eru stjúpbörn hennar og því í sérstaklega viðkvæmri stöðu. Landsréttur úrskurðar hins vegar að að virtum gögnum málsins séu ekki fyrir hendi rannsóknarhagsmunir til að konunni verði gert að sæta gæsluvarðhaldi. Var því ákveðið að fella gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi. Konan var handtekin á þriðjudag og yfirheyrð í kjölfarið. Við húsleit á heimili og vinnustað konunnar fundust meðal annars 835 þúsund krónur í reiðufé, að því er segir í úrskurði héraðsdóms.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Barnavernd Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira