Gömul byssa kom upp með síðustu skóflunni Jóhann K. Jóhannsson skrifar 18. mars 2021 19:01 Húseigandi á Seltjarnarnesi sem vinnur að endurbótum á húsinu sínu gróf niður á forvitnilegan hlut þegar forláta byssa kom upp með skóflunni. Ljóst er að byssan hefur legið lengi í jörðu en finnandinn hefur á huga á að fá hana til varðveislu. Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur. Seltjarnarnes Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Eigendur hússins tóku við því fyrir tveimur vikum og hófu strax framkvæmdir. Framkvæmdir sem hafa undið upp á sig og á þeim tíma hafa forvitnilegir hlutir komið upp. Einn stendur þó upp úr. „Maður ætlar að opna eitt gólf og þá er einhver raki þar og þá eltir maður það og nú er húsið hreinlega orðið fokhelt. Þetta eru allskonar glaðningar hér og þar,“ segir Guðmundur. Eignin stendur við Miðbraut á Seltjarnarnesi og var byggð á sjöundaáratugnum. Guðmundur Ari Sigurjónsson gróf niður á byssuna þegar hann var í framkvæmdum við heimili sitt. Hann telur líklegt að hún hafi legið þar frá því húsið var byggt á árunum 1960-1965.Vísir/Sigurjón „Er svona hægt og rólega búinn að vera að taka hana í gegn. Hvert sinn sem maður opnar eitthvað lag þá birtist eitthvað þannig að framkvæmdin er aðeins búin að vaxa. Svo vorum við að drena hérna meðfram húsinu og bara í síðustu skóflunni í skurðinum þá birtist skammbyssa í skóflunni,“ segir Guðmundur. Guðmundur taldi í fyrstu að um leikfangabyssu væri að ræða en umgjörð hennar og þyngd benti til annars. Hann segir hana hafa verið lengi undir jarðveginum. „Hún var alveg ryðguð og djúpt í jarðvegi. Jarðvegurinn lítur allur eins út. Þannig að ég ætla gefa mér það að það sé allavega frá því að húsið var byggt ef ekki fyrr,“ segir Guðmundur. Sem var á árunum 1960-1965. Hann áttar sig ekki á tegund eða aldri. Guðmundur Ari Sigurjónsson stendur í miklum framkvæmdum við hús sem hann festi nýlega kaup á.Vísir/Sigurjón Kíki ekki á internetið til að reyna finna sögu byssunnar „Nei, maður er ekki nægilega mikill sérfræðingur í skotvopnum en þetta var svona einhver lítil og nett skammbyssa,“ segir Guðmundur. Guðmundur tilkynnti fundinn til lögreglu sem kom á vettvang í dag tók byssuna til skoðunar. Hann vonast til þess að fá byssuna aftur. „Ég vona að ég fái að eiga byssuna aftur svo maður gæti rammað hana inn í fasteigninni ef hún verður einhvern tímann tilbúin." Vonast eftir að finna peningapoka næst „Ég vona að ég fari að finna einhver verðmæti. Hingað til hefur þetta aðallega verið kostnaður og svo þessi byssa sem ég hélt að væru einhver verðmæti í að þá kemur lögreglan og fjarlægir hana. Vonandi finn ég einhvern peningapoka næst,“ segir Guðmundur.
Seltjarnarnes Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira