„Hræðileg saga eins og mín saga getur endað vel“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 19. mars 2021 07:00 Anita Da Silva vil hvetja fólk til þess að láta vita ef einhver grunur leikur á vanrækslu barns. „Ég fékk að borða hjá öðru fólki nánast á hverju kvöldi og ég gisti oft annars staðar. Fólk grunaði alveg eitthvað en þorði ekki horfast í augu við það og tilkynna vanræksluna. Ég er ekki reið og vil ekki að neinn hafi samviskubit en við þurfum að hætta þessari meðvirkni,“ segir Anita Da Silva í viðtali við Vísi. Vísir birti á dögunum viðtal við Anitu sem skrifað var upp úr hlaðvarpsþættinum Kviknar sem er í umsjón Andreu Eyland. Í viðtalinu opnaði Anita sig um alvarlega vanrækslu í æsku. Hún lýsir mikilli drykkju og vanrækslu föður síns og hvernig móðir hennar hafi nánast afneitað tilvist hennar frá því að hún fæddist. Mikil óregla var á heimilinu og segir Anita föður sinn alkóhólista sem lét hana og systur hennar ítrekað óafskiptar. Fólk þarf að tilkynna vanrækslu Eftir viðtalið fékk Anita mjög sterk og mikil viðbrögð sem hún segir hafa snortið sig djúpt. „Það voru mjög margir sem höfðu samband við mig eftir viðtalið. Ég fékk skilaboð bæði frá fólki sem þekkti mig og systur mína á þessum tíma og líka frá alveg ókunnugu fólki. Það var greinilegt að viðtalið hafði áhrif á fólk en það er mín einlæga ósk að augu fólks opnist.“ Smæð samfélagsins segir Anita að geti verið eitt af ástæðunum fyrir því að fólk tilkynni síður um vanrækslu og segir hún nálægðina við náungann kannski það sem stoppi fólk af þegar það horfir upp á vanrækslu barns eða ef grunur er um að ekki sé allt með felldu. Þetta þarf að breytast, fólk þarf að tilkynna meira og ekki vera hrætt við það að skipta sér af. Það getur breytt öllu fyrir framtíð barnsins. Sjálf segist hún ekki bera neinn kala til fólks sem tilkynnti ekki um vanrækslu þeirra systra en segir hún marga úr fortíðinni hafa haft samband við hana eftir viðtalið. Systurnar Anita og Alena ólust upp við mikla vanrækslu í æsku. Báðar hafa þær nú stigið fram og sagt sína sögu. „Ég fann fyrir sorg þegar þetta fólk hafði samband við mig, ekki reiði, bara sorg. Ég veit að fólk er með samviskubit en það er alls ekki mín ósk. Fólk grunaði greinilega ekki að þetta væri svona slæmt og gerði sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Ég laug líka sjálf mikið til þess að fegra pabba minn. Ég vildi ekki að neinn vissi hvernig hann væri í raun og veru. Ég fékk aldrei neinn heim til mín og ég vildi ekki að neinn myndi sjá hann.“ Aðspurð um viðbrögð foreldra sinna við viðtalinu segir Anita þau hafa verið lítil sem engin. „Ég veit auðvitað ekkert um mömmu í dag, ég er ekki í neinum samskiptum við hana. Hún hitti mig síðast þegar ég var 21 árs gömul. Þá vildi hún fá að hitta mig og ég náði að hitta hana tvisvar, svo lokaði hún aftur á mig. Hún hefur aldrei viljað neitt af mér vita. Pabbi hefur ekkert sagt enda hefur hann gengið í gegnum þetta áður þegar systir mín sagði sögu okkar í þættinum Fósturbörn á Stöð 2.“ Kveikti upp gamlar tilfinningar að verða sjálf móðir Anita segir þær systur vera nánar í dag og hún sé mjög þakklát fyrir hana. Þær hafi þó ekki verið nánar í æsku. „Ég væri mjög einmana án hennar í dag en við áttum kannski ekki náið samband í æsku. Við áttum bara svo erfitt með okkur sjálfar í þessum aðstæðum.“ Að gefa fólki von um bjarta framtíð segir Anita vera eitt af því sem hafi gefið henni drifkraft til að deila sögu sinni. „Ég held að það sé svo mikilvægt að fólk sjái að svona saga, svona hræðileg saga eins og mín saga, geti endað vel. Það heyrast oftar sögur af fólki með brotna æsku sem enda illa. Fólk sem endar í miklu rugli og á mjög erfitt líf. Það þarf ekki alltaf að þróast í þá átt. Mín saga er ekki þannig þó að ég hafi alveg átt erfitt. “ Andlega hef ég verið ofboðslega langt niðri og týnd en þess vegna er svo magnað hvað ég hef í dag og hvað ég er heil eftir þetta. Það tók alveg tíma að komast á þennan stað og það er mín von að fólk sem hefur svipaða reynslu sjái það og trúi því að þetta sé hægt. Mig langar bara að segja: Hey, það er allt í lagi með mig og ég komst einhvern veginn út úr þessu. Anita segir það hafa breytt öllu að verða móðir. Hún náði strax mjög mikilli tengingu við strákinn sinn sem er augasteinn lífs hennar. Í dag eiga Anita og kærasti hennar Kristján rúmlega eins árs gamlan strák, Emanuel. Anita segir það hafa breytt öllu lífinu að verða móðir, á góðan hátt, en það hafi líka kveikt upp erfiðar og gamlar tilfinningar. „Ég var alveg hætt að vera reið en núna þegar ég horfi á son minn þá viðurkenni ég það að stundum læðist reiðin að mér. Ég bara get ekki skilið þetta. Hvernig getur þú ekki hugsað um barnið þitt? Hvernig getur þú bara labbað út og aldrei snúið til baka?“ Mamma bara fór og pabbi vanrækti okkur alla tíð. Ég var hætt að hugsa um þetta en núna, eftir að Emanuel fæddist, þá koma þessar hugsanir svo sterkt aftur, ég bara get ekki skilið þetta. Skömmin liggur í því að gera ekki neitt Anita segir að ef hún hefði einhvern tíma fengið afsökunarbeiðni frá foreldrum sínum þá hefði það breytt hana miklu. „Þau hafa aldrei beðist afsökunar. Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er það að pabbi hefur aldrei beðist afsökunar og sagt bara, „Ég er lasinn“. Hann hefur alltaf skýlt sér á bak við það að mamma fór bara. Hann hefur aldrei tekið ábyrgð á því að hann sinnti okkur ekki. Afsökunarbeiðnin og það að fá að heyra að hann tæki ábyrgð á þessu myndi breyta öllu. Að heyra hann bara viðurkenna það að þetta hefði aldrei átt að gerast.“ Í dag á Anita í góðu sambandi við föður sinn og segist hún gera sér grein fyrir því hann sé góður maður þrátt fyrir veikindi sín og allt sem hefur gerst. Anita segist vilja hvetja foreldra sem finna fyrir vanmætti gagnvart umönnun barna sinna að leita sér hjálpar. Það er hægt að fá hjálp, það er engin skömm í því. Viðurkennið vanmátt ykkar. Skömmin liggur ekki í vanmættinum heldur liggur hún í því að gera ekki neitt og ala upp brotin börn. „Að vita til þess að þú hafir kannski skemmt börnin þín og þeirra möguleika á framtíð, það er ekkert sorglegra. Ef þú ert í vafa um það hvort að þú sért að vanrækja börnin þín þá í guðanna bænum leitaðu þér hjálpar, hún er þarna úti.“ Þeir sem hafa grun um vanrækslu barns eru hvattir til að hafa samband við Barnavernd eða að hringja beint í síma 112. Hægt er að tilkynna nafnlaust um vanrækslu. Börn geta sjálf leitað sér hjálpar hjá Barnaheillum í síma 553-5900 eða sent póst á netfangið barnaheill@barnaheill.is Anita og sonur hennar Emanuel sem er rúmlega eins árs. Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ „Ég er fyrsta barnið hennar og hún upplifði aldrei nein tengsl við mig. Kom heim af fæðingardeilinni, lagði mig niður og fór inn í herbergi. Hún skipti sér ekkert af mér eftir það þangað til hún fór af heimilinu þegar ég var sjö ára,“ segir Aníta Da Silva í nýjasta hlaðvarpsþættinum Kviknar. 6. mars 2021 10:00 Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 „Þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina“ Barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason opnaði sig á dögunum um áföll sem hann varð fyrir í æsku, sem höfðu legið eins og steinn í maganum á honum í gegnum allt lífið. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. mars 2021 10:31 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Vísir birti á dögunum viðtal við Anitu sem skrifað var upp úr hlaðvarpsþættinum Kviknar sem er í umsjón Andreu Eyland. Í viðtalinu opnaði Anita sig um alvarlega vanrækslu í æsku. Hún lýsir mikilli drykkju og vanrækslu föður síns og hvernig móðir hennar hafi nánast afneitað tilvist hennar frá því að hún fæddist. Mikil óregla var á heimilinu og segir Anita föður sinn alkóhólista sem lét hana og systur hennar ítrekað óafskiptar. Fólk þarf að tilkynna vanrækslu Eftir viðtalið fékk Anita mjög sterk og mikil viðbrögð sem hún segir hafa snortið sig djúpt. „Það voru mjög margir sem höfðu samband við mig eftir viðtalið. Ég fékk skilaboð bæði frá fólki sem þekkti mig og systur mína á þessum tíma og líka frá alveg ókunnugu fólki. Það var greinilegt að viðtalið hafði áhrif á fólk en það er mín einlæga ósk að augu fólks opnist.“ Smæð samfélagsins segir Anita að geti verið eitt af ástæðunum fyrir því að fólk tilkynni síður um vanrækslu og segir hún nálægðina við náungann kannski það sem stoppi fólk af þegar það horfir upp á vanrækslu barns eða ef grunur er um að ekki sé allt með felldu. Þetta þarf að breytast, fólk þarf að tilkynna meira og ekki vera hrætt við það að skipta sér af. Það getur breytt öllu fyrir framtíð barnsins. Sjálf segist hún ekki bera neinn kala til fólks sem tilkynnti ekki um vanrækslu þeirra systra en segir hún marga úr fortíðinni hafa haft samband við hana eftir viðtalið. Systurnar Anita og Alena ólust upp við mikla vanrækslu í æsku. Báðar hafa þær nú stigið fram og sagt sína sögu. „Ég fann fyrir sorg þegar þetta fólk hafði samband við mig, ekki reiði, bara sorg. Ég veit að fólk er með samviskubit en það er alls ekki mín ósk. Fólk grunaði greinilega ekki að þetta væri svona slæmt og gerði sér ekki grein fyrir alvarleika málsins. Ég laug líka sjálf mikið til þess að fegra pabba minn. Ég vildi ekki að neinn vissi hvernig hann væri í raun og veru. Ég fékk aldrei neinn heim til mín og ég vildi ekki að neinn myndi sjá hann.“ Aðspurð um viðbrögð foreldra sinna við viðtalinu segir Anita þau hafa verið lítil sem engin. „Ég veit auðvitað ekkert um mömmu í dag, ég er ekki í neinum samskiptum við hana. Hún hitti mig síðast þegar ég var 21 árs gömul. Þá vildi hún fá að hitta mig og ég náði að hitta hana tvisvar, svo lokaði hún aftur á mig. Hún hefur aldrei viljað neitt af mér vita. Pabbi hefur ekkert sagt enda hefur hann gengið í gegnum þetta áður þegar systir mín sagði sögu okkar í þættinum Fósturbörn á Stöð 2.“ Kveikti upp gamlar tilfinningar að verða sjálf móðir Anita segir þær systur vera nánar í dag og hún sé mjög þakklát fyrir hana. Þær hafi þó ekki verið nánar í æsku. „Ég væri mjög einmana án hennar í dag en við áttum kannski ekki náið samband í æsku. Við áttum bara svo erfitt með okkur sjálfar í þessum aðstæðum.“ Að gefa fólki von um bjarta framtíð segir Anita vera eitt af því sem hafi gefið henni drifkraft til að deila sögu sinni. „Ég held að það sé svo mikilvægt að fólk sjái að svona saga, svona hræðileg saga eins og mín saga, geti endað vel. Það heyrast oftar sögur af fólki með brotna æsku sem enda illa. Fólk sem endar í miklu rugli og á mjög erfitt líf. Það þarf ekki alltaf að þróast í þá átt. Mín saga er ekki þannig þó að ég hafi alveg átt erfitt. “ Andlega hef ég verið ofboðslega langt niðri og týnd en þess vegna er svo magnað hvað ég hef í dag og hvað ég er heil eftir þetta. Það tók alveg tíma að komast á þennan stað og það er mín von að fólk sem hefur svipaða reynslu sjái það og trúi því að þetta sé hægt. Mig langar bara að segja: Hey, það er allt í lagi með mig og ég komst einhvern veginn út úr þessu. Anita segir það hafa breytt öllu að verða móðir. Hún náði strax mjög mikilli tengingu við strákinn sinn sem er augasteinn lífs hennar. Í dag eiga Anita og kærasti hennar Kristján rúmlega eins árs gamlan strák, Emanuel. Anita segir það hafa breytt öllu lífinu að verða móðir, á góðan hátt, en það hafi líka kveikt upp erfiðar og gamlar tilfinningar. „Ég var alveg hætt að vera reið en núna þegar ég horfi á son minn þá viðurkenni ég það að stundum læðist reiðin að mér. Ég bara get ekki skilið þetta. Hvernig getur þú ekki hugsað um barnið þitt? Hvernig getur þú bara labbað út og aldrei snúið til baka?“ Mamma bara fór og pabbi vanrækti okkur alla tíð. Ég var hætt að hugsa um þetta en núna, eftir að Emanuel fæddist, þá koma þessar hugsanir svo sterkt aftur, ég bara get ekki skilið þetta. Skömmin liggur í því að gera ekki neitt Anita segir að ef hún hefði einhvern tíma fengið afsökunarbeiðni frá foreldrum sínum þá hefði það breytt hana miklu. „Þau hafa aldrei beðist afsökunar. Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er það að pabbi hefur aldrei beðist afsökunar og sagt bara, „Ég er lasinn“. Hann hefur alltaf skýlt sér á bak við það að mamma fór bara. Hann hefur aldrei tekið ábyrgð á því að hann sinnti okkur ekki. Afsökunarbeiðnin og það að fá að heyra að hann tæki ábyrgð á þessu myndi breyta öllu. Að heyra hann bara viðurkenna það að þetta hefði aldrei átt að gerast.“ Í dag á Anita í góðu sambandi við föður sinn og segist hún gera sér grein fyrir því hann sé góður maður þrátt fyrir veikindi sín og allt sem hefur gerst. Anita segist vilja hvetja foreldra sem finna fyrir vanmætti gagnvart umönnun barna sinna að leita sér hjálpar. Það er hægt að fá hjálp, það er engin skömm í því. Viðurkennið vanmátt ykkar. Skömmin liggur ekki í vanmættinum heldur liggur hún í því að gera ekki neitt og ala upp brotin börn. „Að vita til þess að þú hafir kannski skemmt börnin þín og þeirra möguleika á framtíð, það er ekkert sorglegra. Ef þú ert í vafa um það hvort að þú sért að vanrækja börnin þín þá í guðanna bænum leitaðu þér hjálpar, hún er þarna úti.“ Þeir sem hafa grun um vanrækslu barns eru hvattir til að hafa samband við Barnavernd eða að hringja beint í síma 112. Hægt er að tilkynna nafnlaust um vanrækslu. Börn geta sjálf leitað sér hjálpar hjá Barnaheillum í síma 553-5900 eða sent póst á netfangið barnaheill@barnaheill.is Anita og sonur hennar Emanuel sem er rúmlega eins árs.
Þeir sem hafa grun um vanrækslu barns eru hvattir til að hafa samband við Barnavernd eða að hringja beint í síma 112. Hægt er að tilkynna nafnlaust um vanrækslu. Börn geta sjálf leitað sér hjálpar hjá Barnaheillum í síma 553-5900 eða sent póst á netfangið barnaheill@barnaheill.is
Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ „Ég er fyrsta barnið hennar og hún upplifði aldrei nein tengsl við mig. Kom heim af fæðingardeilinni, lagði mig niður og fór inn í herbergi. Hún skipti sér ekkert af mér eftir það þangað til hún fór af heimilinu þegar ég var sjö ára,“ segir Aníta Da Silva í nýjasta hlaðvarpsþættinum Kviknar. 6. mars 2021 10:00 Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00 „Þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina“ Barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason opnaði sig á dögunum um áföll sem hann varð fyrir í æsku, sem höfðu legið eins og steinn í maganum á honum í gegnum allt lífið. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. mars 2021 10:31 Mest lesið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Mamma mín elskar bara litlu systur mína“ „Ég er fyrsta barnið hennar og hún upplifði aldrei nein tengsl við mig. Kom heim af fæðingardeilinni, lagði mig niður og fór inn í herbergi. Hún skipti sér ekkert af mér eftir það þangað til hún fór af heimilinu þegar ég var sjö ára,“ segir Aníta Da Silva í nýjasta hlaðvarpsþættinum Kviknar. 6. mars 2021 10:00
Segir móðurhlutverkið hafa gert hana að betri leikmanni og stefnir á að verða fyrirmynd fyrir mæður í íþróttaheiminum Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United í ensku úrvalsdeildinni, var í ítarlegu viðtali hjá The Telegraph þar sem hún fór meðal annars yfir það hvernig móðurhlutverkið hefur gert hana að betri leikmanni. 14. mars 2021 09:00
„Þá byrjaði ofbeldi og ég þurfti bara að snúa mér á hina hliðina“ Barnamálaráðherrann Ásmundur Einar Daðason opnaði sig á dögunum um áföll sem hann varð fyrir í æsku, sem höfðu legið eins og steinn í maganum á honum í gegnum allt lífið. Hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. 4. mars 2021 10:31