Óþolandi staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/Vilhelm Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Eldgos geti hafist hvenær sem er Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels