Í stórum dráttum sáttur við niðurstöðuna og áfrýjar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2021 13:42 Jón Baldvin Hannibalsson ætlar að una dómi héraðsdóms. Vísir/Vilhelm Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, ætlar ekki að áfrýja niðurstöðu í meiðyrðamáli sem hann höfðaði gegn dóttur sinni Aldísi Schram, fjölmiðlamanninum Sigmari Guðmundssyni og Ríkisútvarpinu til réttargæslu. Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar. Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Héraðsdómur dæmdi tvenn ummæli ómerk af þeim fjórtán sem Jón Baldvin stefndi vegna en dómur var kveðinn upp á föstudag. Jón Baldvin segir í tilkynningu til fjölmiðla ekki ætla að áfrýja niðurstöðunni. Hann segist í stórum dráttum vera sáttur við niðurstöðuna. Aðalatriðið sé að alvarlegustu ásakanirnar hafi verið afdráttarlaust dæmdar dauðar og ómerkar. Ummælin sem dæmd voru ómerkt voru annars vegar „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ Aldís lét falla í Morgunútvarpinu og hins vegar „og sigra hann og hans barnaníðingabandalag“ sem Aldís skrifaði á Facebook. „Hitt skiptir minna máli, þótt allskyns óhróður, hafður eftir sömu heimildum, sé látinn óátalinn. Skýringin er sögð sú að hugsanlega hafi viðkomandi upplifað þetta svona.“ Jón Baldvin segir orðið upplifun hafa öðlast nýja merkingu og vísar í ónefnda málfróða menn. „Hún lýsir ekki því sem gerðist heldur hinu sem maður heldur að hugsanlega gæti hafa gerst.“ Segir nóg komið af falsréttum og hatursumræðu Hann segist standa með og fagna því sjónarmiðið dómarans að standa vörð um tjáningarfrelsið. „En tjáningarfrelsið er þrátt fyrir allt ekki ótakmarkað í réttarríkinu. Takmörkin eru þau að enginn maður á að þurfa að þola að vera borinn röngum og ærumeiðandi sökum í nafni tjárningarfrelsisins,“ segir Jón Baldvin. „En í mínu tilviki er þetta réttlætt með því að ég teljist enn vera „opinber persóna“, þótt næstum aldarfjórðungur sé liðinn frá því að ég yfirgaf vígvöll stjórnmálanna. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að gefa út veiðileyfi fyrir falsfréttir og hatursumræðu um svokallaða stjórnmálamenn í komandi kosningabaráttu. Það er nóg komið af því.“ Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort niðurstöðunni verði áfrýjað. Aðilar hafa fjórar vikur frá dómsuppsögu til að áfrýja málum til Landsréttar.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04 Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38 Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Tvenn ummæli Aldísar ómerkt og Sigmar sýknaður Tvenn ummæli sem Aldís Schram lét falla um Jón Baldvin Hannibalsson föður sinn, í útvarpi annars vegar og á Facebook hins vegar, hafa verið dæmt ómerk. Þá var Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður sýknaður í málinu. 12. mars 2021 13:04
Íslenska ríkið greiðir Aldísi bætur vegna skjals sem lögregla útbjó fyrir Jón Baldvin Íslenska ríkið hefur samþykkt að greiða Aldísi Schram 1,2 milljón króna í miskabætur og 400 þúsund króna í málskostnað vegna ákvörðunar Persónuverndar, sem komst að þeirri niðurstöðu að embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefði brotið gegn lögum með því að miðla upplýsingum um Aldísi til föður hennar. 10. mars 2021 22:38
Átakanleg réttarhöld í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Meint sifjaspell, barnaníð og ólögleg nauðungarvistun á geðdeild var meðal þess sem var á dagskrá í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudaginn. 14. febrúar 2021 13:01