„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 11:56 Guðmundur Felix fór í klippingu þegar hann fór heim af spítalanum um helgina og birti þessa mynd af því tilefni á Facebook. Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira
Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Fleiri fréttir Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Sjá meira