Innlent

Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vörur hrundu úr hillum í stóra skjálftanum í gær, líkt og sést á meðfylgjandi skjáskoti.
Vörur hrundu úr hillum í stóra skjálftanum í gær, líkt og sést á meðfylgjandi skjáskoti. Skjáskot

Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið.

Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Hann reið yfir klukkan 14:15 í gær og var 5,4 að stærð. Skjálftinn var þannig sá næststærsti í hrinunni sem hófst 24. febrúar.

Grindvíkingar eru margir langþreyttir á jarðskjálftahrinunni, sem nú hefur staðið yfir nær linnulaust í tæpar þrjár vikur. Nú skömmu fyrir hádegi höfðu um þúsund skjálftar mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt.


Tengdar fréttir

Þúsund skjálftar frá miðnætti

Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina.

Mikið grjót­hrun í hlíðum vegna skjálftans

Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×