Innlent

Mikið grjót­hrun í hlíðum vegna skjálftans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Greinilegt er að mikið grjót og aur hefur runnið úr hlíðum Festarfjall út í sjó.
Greinilegt er að mikið grjót og aur hefur runnið úr hlíðum Festarfjall út í sjó. Aðsend/Ingibergur Þór Jónasson

Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum.

Jarðfræðingurinn Amy Elizabeth Clifton var á göngu á Reykjanesi í dag þegar skjálftinn reið yfir. Hún og félagi hennar Fredrik Holm náðu mögnuðum myndböndum af grjóti renna úr hlíðum vegna skjálftans, sem hægt er að horfa á hér að neðan.

Þá tók Grindvíkingurinn Ingibergur Þór Jónasson loftmyndir af svæðinu í dag, og sést þar meðal annars hvernig grjót og jarðvegur hefur runnið út í sjó úr Festarfjalli og miklir aurflekkir sjást í sjónum.


Tengdar fréttir

Vörur hrundu úr hillum þegar jarð­skjálftinn reið yfir

Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×