Innlent

Allt að 18 m/s og rigning eða slydda

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Rok og rigning eru í kortunum í dag.
Rok og rigning eru í kortunum í dag. Vísir/Hanna

Búast má við vaxandi suðaustanátt í dag, 10-18 m/s eftir hádegi og rigningu eða slyddu um landið sunnan- og vestanvert. Norðaustantil á landinu verður hægari vindur og úrkomulítið fram á kvöld.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. 

„Nú í morgunsárið er víða talsvert frost á norðanverðu landinu, en það hlýnar smám saman í dag og síðdegis verður hiti víða 0 til 8 stig. Dregur úr vindi og úrkomu sunnan- og vestanlands í kvöld,“ segir á vefnum.

Þá verður suðvestankaldi eða -strekkingur á morgun auk rigningar. Á Austurlandi verður þó lengst af þurrt og bjart veður.

Á miðvikudag og fimmtudag er svo útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætu sunnan- og vestanlands og hlýju veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag og fimmtudag:

Sunnan og suðvestan 8-15 m/s og súld eða rigning suðvestan- og vestantil en annars skýjað með köflum en þurrt. Hiti 6 til 14 stig.

Á föstudag:

Ákveðin suðvestanátt og rigning með köflum en skúrir og síðar él eftir hádegi, léttskýjað norðaustantil. Kólnar í veðri.

Á laugardag (vorjafndægur):

Suðvestlæg átt og skúrir eða slydduél en rigning seinnipartinn, áfram bjart eystra. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðvestanátt með súld eða rigningu en úrkomulítið austantil. Heldur hlýnandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×