Birting minningargreina Morgunblaðsins bönnuð á öðrum miðlum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 23:11 Morgunblaðið hefur nú bannað birtingu efnis úr minningargreinum sem birtast í blaðinu. Vísir/Egill Morgunblaðið hefur nú sett þann varnagla á að ekki er leyfilegt að birta efni úr minningargreinum, sem birtast í blaðinu, á öðrum miðlum án leyfis. Ástæða þess er að birting slíks efnis hefur fallið í grýttan jarðveg hjá aðstandendum látinna. Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ. Fjölmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta staðfestir Guðlaug Sigurðardóttir, framleiðslustjóri hjá Morgunblaðinu, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hún segir að aðstandendur látinna og höfundar minningargreina hafi upp á síðkastið sett sig í samband við Morgunblaðið vegna birtinga greina og texta upp úr þeim á öðrum miðlum. „Þeim hefur, að sögn, fallið illa að sjá efni frá þeim notað með öðrum hætti en þeir gerðu ráð fyrir þegar þeir sendu greinarnar til Morgunblaðsins,“ segir í svarinu. Þessi klausa birtist efst á minningargreinasíðu Morgunblaðsins.Skjáskot Andrés Magnússon, fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins, sagði í gær í samtali við Fréttablaðið að þar sem minningargreinarnar séu aðsendar sé höfundarrétturinn ljóslega höfundanna en Morgunblaðið hafi aðeins útgáfurétt á þeim. „Ef síðan aðrir miðlar nota slíkar greinar til þess að búa sér til efni og smelli þá eru þeir náttúrulega í fyrsta lagi að gera sér að féþúfu einhverja vinnu sem þeir eiga ekki,“ sagði Andrés í gær. Morgunblaðið „lifir á dauðanum og Guðbjörgu“ Einhverjir netverjar hafa tekið klausunni fagnandi en þó ekki allir. Reynir Traustason, ritstjóri Mannlífs, birti í dag grein á Mannlífi þar sem hann gagnrýnir Morgunblaðið og ákvörðun þess um varnaglana við minningargreinarnar harðlega. „Rauði þráðurinn í lífi Moggans er dauðinn. Blaðið hefur haldið út minningargreinum sem eru talsvert lesnar og tryggja að einhverju marki tilveru blaðsins. Nú hafa stjórnendur blaðsins ákveðið að eigna sér andlátsorðin. Fulltrúi Davíðs Oddssonar, Andrés Magnússon, gaf út þá undarlegu tilskipun um að bannað væri að birta úr minningargreinum nema með sérstöku leyfi,“ skrifar Reynir í greininni sem ber fyrirsögnina „Lifir á dauðanum og Guðbjörgu.“ Hann segir þessa tilskipun ekki standast neina skoðun „og er einungis örvæntingarfull tilraun til að halda í það eina lífsmark sem er að finna utan líflínunnar frá Vestmannaeyjum…“ eru lokaorð greinarinnar en þar vísar hann í stuðning Guðbjargar Matthíasdóttur við Morgunblaðið sem hann útlistar í greininni. Mannlíf hefur verið iðið við að birta fréttir um andlát þar sem vísað er í minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu.Skjáskot Þess má geta að Mannlíf hefur verið duglegt við að birta fréttir um andlát, þar sem iðulega er vitnað í minningargreinar sem birtar hafa verið í Morgunblaðinu, eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Braut ekki siðareglur við birtingu minningargreinar frá Morgunblaðinu Það skal þó taka fram að siðanefnd Blaðamannafélags Íslands úrskurðaði svo í desember síðastliðnum að fjölmiðillin man.is hafi ekki brotið siðareglur eftir að birt var frétt á miðlinum með útdráttum úr minningargreinum sem birtust í Morgunblaðinu. Var þar um að ræða mál þar sem aðstandandi hins látna og tveir aðrir höfðu skrifað minningargreinar sem birtust í Morgunblaðinu en sama dag birtist frétt um andlátið á man.is. Í fréttinni voru minningargreinarnar endursagðar og sláandi fyrirsögn sett á fréttina, samkvæmt bréfi kæranda til siðanefndar. Í úrskurði siðanefndar segir að birting minningargreinar í dagblaði sé opinber birting og taldi siðanefnd að endurbirting eða útdráttur úr minningargrein á öðrum miðli bryti ekki á siðareglum BÍ.
Fjölmiðlar Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira