Lífið

Hersir og Rósa selja fallega íbúð við Njálsgötu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hersir og Rósa færa sig um set í miðbænum.
Hersir og Rósa færa sig um set í miðbænum. Myndir/fasteignaljósmyndun.is

Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, og Rósa Kristinsdóttir, yfirlögfræðingur Akta sjóða, hafa sett smekklega íbúð sína við Njálsgötu á sölu.

Hersir greinir frá þessu á Facebook en parið ætlar að færa sig um set en halda áfram að búa í miðbænum.

„Njallinn er til sölu. Hér er búið að vera ólýsanlega gott að búa. Fyrsta heimilið okkar Rósa og hátt í fjögur ár af frábærum minningum. Mér finnst að hann eigi með réttu að kosta 100 milljónir, en þetta var víst lendingin,“ segir Hersir í færslu sinni á Facebook.

Um er að ræða tæplega 80 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi á 2. hæð. Í eigninni er eitt svefnherbergi og tvær stofur.

Húsið var byggt árið 1952 en ásett verð er 45,9 milljónir. Fasteignamatið er 44,3 milljónir.

Hér að neðan má sjá myndir af eigninni.

Skemmtilegt fjölbýli í miðborginni.
Opið er á milli eldhússins, borðstofunnar, setustofunnar og sjónvarpshols. 
Skemmtileg borðstofa. 
Nokkuð nýlegt eldhús. 
Stórt og rúmgott hjónaherbergi. 
Baðherbergið hefur verið tekið í gegn. Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.