„Fékk skilaboð frá honum um að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. mars 2021 20:36 Áhrifavaldurinn og athafnakonan Lína Birgitta svarar spurningum um ástina og rómantíkina í viðtali við Makamál. „Ég og Gummi vorum áður miklir og góðir vinir en hann var einnig búinn að vera kírópraktorinn minn í einhvern tíma. Síðan fékk ég skilaboð frá honum að hann gæti ekki hætt að hugsa um mig og vildi endilega fá að bjóða mér á deit. Ég tók því bara fagnandi því nokkrum vikum áður var ég sjálf byrjuð að hugsa mikið til hans og við vorum greinilega bæði farin að laðast að hvoru öðru,“ segir Lína Birgitta í viðtali við Makamál. Lína Birgitta stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og samfélagsmiðla en sjálf hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu ár. Lína Birgitta Sigurðardóttir, áhrifavaldur og athafnakona, segir heimsfaraldurinn vissulega hafa haft áhrif á hana og kennt sér margt. Hún krossar nú fingur og segist vona að fólk geti fljótt farið að lifa eðlilegra lífi. Lína og kærasti hennar Gummi eru dugleg að taka frá tíma og fara á stefnumót. „Covid hefur líklegast haft áhrif á flesta og hef ég sjálf upplifað smá leiða og depurð því ég er svo mikið fiðrildi. Þessi tími hefur þó kennt manni margt, eins og meiri þolinmæði. Annars hefur heimsfaraldurinn þó haft jákvæð áhrif á fyrirtækið mitt, Define the Line því fólk hefur verið að eyða meira í föt og æfingaföt í gegnum netverslanir.“ Lína Birgitta stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og samfélagsmiðla en sjálf hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu árin. Kærasti Línu er kírópraktórinn Guðmundur Birkir Pálmarsson, betur þekktur sem Gummi kíró og segir Lína þau vera dugleg að fara á stefnumót og rækta bæði ástina og rómantíkina. Framundan segir Lína vera spennandi tíma og lítur hún björtum augum á framtíðina. Það er annars margt mjög spennandi framundan hjá mér, vörunýjungar hjá Define The Line Sport og námið mitt. Svo er ég einnig að vinna í mjög spennandi verkefni með tveimur vinkonum mínum, þeim Sólrúnu Diego og Gurrý Jóns en það mun líta dagsins ljós næsta haust. Það verður fróðlegt að sjá hvaða verkefni vinkonurnar þær Sólrún, Lína Birgitta og Gurrý eru að vinna að. Hér fyrir neðan svarar Lína Birgitta spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mín uppáhalds þegar ég var yngri var myndin Ps. I love you. Ætli ég haldi mig ekki við hana. Fyrsti kossinn: Var á skólaballi í níunda bekk. Ég var hálfpartinn að reyna að forða mér frá því að dansa við þennan tiltekna strák en ég gaf svo eftir og viti menn, það endaði með kossi. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Það var og mun líklega alltaf vera “Riding Solo með Jason Derulo. Að blasta því og vera í góðra vina hópi klikkar ekki, haha! Lagið „okkar“ er: Klárlega Mean It með Lauv. Við erum mikið fyrir lögin hans. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Allskonar. Mín uppáhalds kvöld eru þegar við erum bæði 100% á staðnum, horfum á góða mynd og það er mikil nánd. Annars finnst mér líka mjög rómó að fara út úr bænum og gista á hóteli. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar! Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég gaf honum æfingaföt og rakspíra. Gummi fékk fyrstu gjöfina frá mér viku eftir að við byrjuðum að deita því hann átti afmæli. Svo nokkrum dögum eftir það komu jólin og ég gaf honum þá ferð til London þar sem London er uppáhalds staðurinn minn og hann hafði aldrei komið þangað. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Fyrsta gjöfin sem Gummi gaf mér var armband. Hann bauð mér í mat og var búinn að setja boxið sem er utan um armbandið ofan á diskinn minn. Mér fannst það alltof sætt. Ég elska að: Vera með fólkinu mínu, ferðast um heiminn, vera í rólegheitum, syngja í bílnum, hlusta á gott podcast, borða góðan mat, peppa fólk áfram og vera í núinu. Kærastinn minn er: Bilaðslega góður og einstaklega þolinmóður við mig. Hann er rólegur en samt svo aktívur, duglegur, hæfileikaríkur, hugulsamur og ég get ekki annað en sagt rómantískur. Hann á 100% vinninginn þar. Rómantískasti staðurinn: Ég upplifði París með Gumma í fyrra á allt öðru stigi svo að París mun vera svarið. Við getum ekki beðið eftir að komast þangað aftur og skapa fleiri minningar. Ást er: Allskonar. Fyrir mér er hún samt aðallega að taka hvoru öðru eins og við erum og bera virðingu fyrir hvoru öðru. Að elska og vera elskaður, nánd, samverustundir, að getað talað saman og endalaus knús (ég er sjúk í knús). Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Línu Birgittu hér. Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu „Það voru sumir sem voru hissa að ég hafi tekið þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig heyrði maður suma tala um að pabbarnir væru ekki í stóru hlutverki fyrstu mánuðina, ég upplifði það alls ekki þannig,“ segir Þorgeir Logason í viðtalsliðnum Föðurland. 7. mars 2021 13:04 Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53 Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Lína Birgitta stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og samfélagsmiðla en sjálf hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu ár. Lína Birgitta Sigurðardóttir, áhrifavaldur og athafnakona, segir heimsfaraldurinn vissulega hafa haft áhrif á hana og kennt sér margt. Hún krossar nú fingur og segist vona að fólk geti fljótt farið að lifa eðlilegra lífi. Lína og kærasti hennar Gummi eru dugleg að taka frá tíma og fara á stefnumót. „Covid hefur líklegast haft áhrif á flesta og hef ég sjálf upplifað smá leiða og depurð því ég er svo mikið fiðrildi. Þessi tími hefur þó kennt manni margt, eins og meiri þolinmæði. Annars hefur heimsfaraldurinn þó haft jákvæð áhrif á fyrirtækið mitt, Define the Line því fólk hefur verið að eyða meira í föt og æfingaföt í gegnum netverslanir.“ Lína Birgitta stundar nám í viðskiptafræði með áherslu á markaðsmál og samfélagsmiðla en sjálf hefur hún verið áberandi á samfélagsmiðlum síðustu árin. Kærasti Línu er kírópraktórinn Guðmundur Birkir Pálmarsson, betur þekktur sem Gummi kíró og segir Lína þau vera dugleg að fara á stefnumót og rækta bæði ástina og rómantíkina. Framundan segir Lína vera spennandi tíma og lítur hún björtum augum á framtíðina. Það er annars margt mjög spennandi framundan hjá mér, vörunýjungar hjá Define The Line Sport og námið mitt. Svo er ég einnig að vinna í mjög spennandi verkefni með tveimur vinkonum mínum, þeim Sólrúnu Diego og Gurrý Jóns en það mun líta dagsins ljós næsta haust. Það verður fróðlegt að sjá hvaða verkefni vinkonurnar þær Sólrún, Lína Birgitta og Gurrý eru að vinna að. Hér fyrir neðan svarar Lína Birgitta spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Mín uppáhalds þegar ég var yngri var myndin Ps. I love you. Ætli ég haldi mig ekki við hana. Fyrsti kossinn: Var á skólaballi í níunda bekk. Ég var hálfpartinn að reyna að forða mér frá því að dansa við þennan tiltekna strák en ég gaf svo eftir og viti menn, það endaði með kossi. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Það var og mun líklega alltaf vera “Riding Solo með Jason Derulo. Að blasta því og vera í góðra vina hópi klikkar ekki, haha! Lagið „okkar“ er: Klárlega Mean It með Lauv. Við erum mikið fyrir lögin hans. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Allskonar. Mín uppáhalds kvöld eru þegar við erum bæði 100% á staðnum, horfum á góða mynd og það er mikil nánd. Annars finnst mér líka mjög rómó að fara út úr bænum og gista á hóteli. Uppáhaldsmaturinn minn: Humar! Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Ég gaf honum æfingaföt og rakspíra. Gummi fékk fyrstu gjöfina frá mér viku eftir að við byrjuðum að deita því hann átti afmæli. Svo nokkrum dögum eftir það komu jólin og ég gaf honum þá ferð til London þar sem London er uppáhalds staðurinn minn og hann hafði aldrei komið þangað. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Fyrsta gjöfin sem Gummi gaf mér var armband. Hann bauð mér í mat og var búinn að setja boxið sem er utan um armbandið ofan á diskinn minn. Mér fannst það alltof sætt. Ég elska að: Vera með fólkinu mínu, ferðast um heiminn, vera í rólegheitum, syngja í bílnum, hlusta á gott podcast, borða góðan mat, peppa fólk áfram og vera í núinu. Kærastinn minn er: Bilaðslega góður og einstaklega þolinmóður við mig. Hann er rólegur en samt svo aktívur, duglegur, hæfileikaríkur, hugulsamur og ég get ekki annað en sagt rómantískur. Hann á 100% vinninginn þar. Rómantískasti staðurinn: Ég upplifði París með Gumma í fyrra á allt öðru stigi svo að París mun vera svarið. Við getum ekki beðið eftir að komast þangað aftur og skapa fleiri minningar. Ást er: Allskonar. Fyrir mér er hún samt aðallega að taka hvoru öðru eins og við erum og bera virðingu fyrir hvoru öðru. Að elska og vera elskaður, nánd, samverustundir, að getað talað saman og endalaus knús (ég er sjúk í knús). Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Línu Birgittu hér.
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu „Það voru sumir sem voru hissa að ég hafi tekið þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig heyrði maður suma tala um að pabbarnir væru ekki í stóru hlutverki fyrstu mánuðina, ég upplifði það alls ekki þannig,“ segir Þorgeir Logason í viðtalsliðnum Föðurland. 7. mars 2021 13:04 Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53 Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Hugsið vel um konuna ykkar, bæði fyrir og eftir fæðingu „Það voru sumir sem voru hissa að ég hafi tekið þrjá mánuði í fæðingarorlof. Einnig heyrði maður suma tala um að pabbarnir væru ekki í stóru hlutverki fyrstu mánuðina, ég upplifði það alls ekki þannig,“ segir Þorgeir Logason í viðtalsliðnum Föðurland. 7. mars 2021 13:04
Einhleypan: „Sundsjúk, hvatvís og heillast af húmor“ „Ég þori reyndar varla að taka það fram hér að ég sé nuddari en ég læt fylgja sögunni að ég hef átt flekklausan og perralausan nuddferil og ætla mér að halda því áfram,“ segir Þórunn Elva Þorgeirsdóttir Einhleypa vikunnar. 28. febrúar 2021 19:53
Spurning vikunnar: Hvert er þitt viðhorf til sjálfsfróunar maka? Þó svo að pör lifi góðu og virku kynlífi saman getur sjálfsfróun einnig verið stór hluti af kynlífsupplifun hvers og eins. Á meðan sumir fagna því að makinn sé einnig að upplifa kynferðislegan unað með sjálfum sér eru þó aðrir sem geta jafnvel fundist það óviðeigandi. 26. febrúar 2021 08:51