Fótbolti

Gary Martin með nýjan þriggja ára samning í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Martin verður áfram í Vestmannaeyjum og ætlar að hjálpa ÍBV að komast aftur upp í Pepsi Max deildina.
Gary Martin verður áfram í Vestmannaeyjum og ætlar að hjálpa ÍBV að komast aftur upp í Pepsi Max deildina. ibvsport

Enski knattspyrnumaðurinn Gary Martin hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV og spilar því áfram í Lengjudeild karla í sumar.

Eyjamenn segja frá nýja samningnum sínum á miðlum sínum en hann þýðir að Gary verður hjá ÍBV út 2023 tímabili.

Gary mun, auk þess að spila með ÍBV liðinu í Lengjudeildinni, þjálfa hjá yngri flokkum félagsins og vera með séræfingar.

„Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af ákveðnu verkefni og vil leggja mitt af mörkum til að það takist og bæta stuðningsmönnum það sem þeir sáu á síðasta ári. Ég er mjög glaður og lít björtum augum á framtíðina í Vestmannaeyjum,“ sagði Gary í frétt á fésbókarsíðu ÍBV.

ÍBV endaði í sjötta sæti í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og mistök að komast aftur upp í Pepsi Max deildina. Gary Martin var markahæsti leikmaður liðsins með 11 mörk í 19 leikjum.

Þetta var annað tímabil hans í Eyjum en sumarið á undan kom hann á miðju tímabili frá Val og skoraði þá 12 mörk í 12 leikjum í Pepsu Max deildinni.

Hann hefur skorað samtals 87 mörk í efstu tveimur deildunum á Íslandi auk þes að skora 14 mörk í bikarnum. Martin er því kominn með yfir hundrað deildar- og bikarmörk á Íslandi.

Riiisa tíðindi :)

Posted by ÍBV Knattspyrna on Fimmtudagur, 11. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×