Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 06:04 Flestir skjálftar næturinnar eiga upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti að stærð 5,1 varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira