Öflugur skjálfti við Fagradalsfjall í nótt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 06:04 Flestir skjálftar næturinnar eiga upptök sín við Fagradalsfjall. Vísir/Vilhelm Stór skjálfti að stærð 5,1 varð klukkan 03:14 í nótt. Skjálftinn átti upptök sín á 5,1 kílómetra dýpi, 2,4 kílómetra suðsuðvestur af Fagradalsfjalli. Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Að sögn Huldu Rósar Helgadóttur, náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, fannst skjálftinn víða um land og bárust Veðurstofunni tilkynningar um að skjálftinn hefði fundist allt austur í Fljótshlíð og vestur í Búðardal. Hún segir að enginn órói hafi fylgt þessum stóra skjálfta og þá er ekki að sjá að kvika sé komin upp á yfirborðið á svæðinu. Alls hafa um 700 skjálftar mælst á Reykjanesskaga frá miðnætti. Samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar hafa þeir langflestir verið við Fagradalsfjall. Þá hafa nokkrir einnig átt upptök sín norður eða norðaustur af Grindavík. Hulda Rós segir rúmlega tuttugu skjálfta í nótt hafa verið yfir þremur að stærð. Þeir hafi allir, fyrir utan þennan stóra um miðja nótt, verið á milli þrír og fjórir að stærð. Sumir hafa slagað hátt í fjóra; klukkan 04:35 varð skjálfti að stærð 3,9 fjóra kílómetra norðaustur af Grindavík og klukkan 05:19 varð skjálfti að stærð 3,8 2,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli samkvæmt töflu Veðurstofunnar. Tvær vikur eru nú síðan að skjálfti 5,7 að stærð reið yfir á Reykjanesskaga. Þar með hófst sú jarðskjálftahrina sem nú er í gangi og er hún talin nokkuð óvenjuleg vegna þess fjölda stórra skjálfta sem orðið hafa. Fjölmargir hafa verið yfir fjórum að stærð og þó nokkrir yfir fimm. Mikil skjálftavirkni er enn við Fagradalsfjall.Veðurstofa Íslands Vísindamenn telja kvikugang hafa myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Kvikan í ganginum er á um eins kílómeters dýpi og er gert ráð fyrir að hún geti mögulega brotið sér leið upp á yfirborðið þannig að það verði eldgos. Þrisvar sinnum í hrinunni hefur mælst svokallaður óróapúls en óróapúls þegar margir litlir skjálftar verða með svo stuttu millibili að erfitt og nær ómögulegt að greina á milli þeirra. Slíkur órói er gjarnan fyrirboði eldgoss en eins og kom fram hjá Freysteini Sigmundssyni, jarðeðlisfræðingi, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þá gæti kvikan brotið sér leið upp á yfirborði nær án fyrirvara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira