Innlent

Ekki von á frekari tilslökunum á næstunni

Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm

Sóttvarnalæknir segir hópsmit komið upp í samfélaginu en hann vonar að ný bylgja sé ekki hafin. Þá segir hann að Íslendingar megi ekki búast við frekari tilslökunum í sóttvörnum á næstunni.

Tveir greindust smitaðir af Covid-19 hér á landi í gær. Þau greindust ekki í umfangsmikilli skimun tónleikagesta úr Hörpunni og starfsmanna Landspítalans heldur mætti fólkið í sýnatöku vegna einkenna og var ekki í sóttkví.

Fyrir liggur að töluverður fjöldi fólks hefur þurft í sóttkví vegna þeirra smita.

Núgildandi sóttvarnareglur renna út í næstu viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum en hann búist við því að reglurnar verði annað hvort óbreyttar eða hertar.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þórólfur að hann væri hálf smeykur um að veiran væri í frekari dreifingu og þess vegna væri verið að taka eins mörg sýni og verið væri að gera.


Tengdar fréttir

Starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar í tvöfalda skimun

Mikill meirihluti starfsmanna Íslenskrar erfðagreiningar var sendur í skimun í gær og heim í kjölfarið, að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, staðfesti þetta í samtali við miðilinn.

Starfsmaður Pizzunnar í Núpalind smitaður og tíu í sóttkví

Allir starfsmenn Pizzunnar í Núpalind í Kópavogi, um tíu talsins, eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna um helgina. Starfsmaðurinn er pítsusendill og fór með nokkrar pítsur til viðskiptavina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×