Innlent

Tæplega þrjátíu gestir World Class í sóttkví

Samúel Karl Ólason og Sunna Sæmundsdóttir skrifa
Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir gagnsemi sóttvarnarhólfa hafa sannað sig og sömuleiðis verkferlar World Class.
Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir gagnsemi sóttvarnarhólfa hafa sannað sig og sömuleiðis verkferlar World Class. Vísir/Vilhelm

Tæplega 30 manns sem voru í líkamsrækt á föstudaginn hafa verið skikkaðir í sóttkví.

Annar þeirra sem greindist smitaður af Covid-19 í gær sótti tækjasal World Class í Laugum í hádeginu á föstudaginn og hafa 28 sem voru þar einnig verið skikkaðir í sóttkví.

Allir þeir voru með viðkomandi í sóttvarnahólfi.

Björn Leifsson, framkvæmdastjóri World Class, segir gagnsemi sóttvarnarhólfa hafa sannað sig og sömuleiðis verkferlar World Class. Allt hafi verið skráð og rekjanlegt og vel hafi gengið að finna út hverjir voru í sama sóttvarnarhólfi og sá smitaði.

Þá segir Björn allt vera vel þrifið og sótthreinsað.

Smitrakningarteymi almannavarna er nú önnum kafið við að ná utan um alla þá sem gætu hafa orðið útsettir fyrir smiti vegna þeirra tveggja sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×