Tengjast öðrum þeirra sem greindist um helgina og líklega með breska afbrigðið Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 9. mars 2021 12:29 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, og voru ekki í sóttkví, tengjast öðrum þeirra sem greindist með veiruna um helgina. Gengið er út frá því að hinir tveir nýgreindu séu með breska afbrigði veirunnar, líkt og þeir sem greindust dagana á undan. Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tveir greindust með veiruna innanlands um helgina. Þeir tengjast báðir einstaklingi sem kom til landsins í lok febrúar og greindist jákvæður í seinni landamæraskimun 4. mars. Sá var með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar. Báðir sem greindust um helgina eru jafnframt með breska afbrigðið, samkvæmt niðurstöðum úr raðgreiningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þeir sem greindust í gær séu þannig líklega með breska afbrigðið. Annar þeirra er starfsmaður Hagkaups í Garðabæ, líkt og greint var frá í morgun. Niðurstöður úr raðgreiningu ættu að liggja fyrir í kvöld. „Þeir tveir sem greindust í gær utan sóttkvíar tengjast tilfelli sem greindist um helgina, þannig að þetta er sami hópurinn getum við sagt,“ segir Þórólfur. Hann er ekki með nákvæma tölu yfir það hversu margir hafa verið útsettir fyrir smiti vegna þessa. „En þetta er fljótt að vinda upp á sig og við ætlum að reyna að taka fast á þessu á þann máta að setja fleiri en færri í sóttkví og fá fólk í sýnatöku og svo framvegis. Þannig að við reynum að taka þetta eins alvarlega og hart á þessu eins og mögulegt er.“ Ánægjulegt að hægt sé að rekja smitin saman Þá hefur komið fram að annar þeirra sem greindist um helgina, sem starfar á Landspítala, fór á tónleika í Hörpu á föstudag. Allir sem voru á tónleikunum voru boðaðir í sýnatöku í gær en ekkert sýni hefur reynst jákvætt hingað til. Ekki heldur úr skimun á spítalanum. Alls voru fimmtán hundruð sýni greind í gær. „Og það greindust tveir. Það eru ekki margir, það er bara lágt hlutfall sem betur fer. En við vitum ekki hvað gerist. Við vitum að meðgöngutími sýkingarinnar er töluvert langur þannig að það getur tekið nokkra daga, það þyrfti ekki að koma á óvart að fleiri myndu greinast í dag eða á morgun og næstu daga sem hefðu smitast um síðustu helgi til dæmis,“ segir Þórólfur. „En við getum allavega rakið öll þessi smit saman, það er ánægjulegt. Ef við hefðum verið að finna fólk án nokkurrar tengingar, það hefði verið öllu alvarlegra.“ Óráðlegt að slaka mikið á Inntur eftir því hvort hann sé byrjaður að íhuga að herða á aðgerðum innanlands vegna þeirrar stöðu sem nú er uppi segir Þórólfur svo ekki vera. Í það minnsta „ekkert alvarlega“. Þær aðgerðir sem nú eru í gildi gilda til 17. mars. „Ég þarf að skila minnisblaði núna í vikunni og auðvitað munu þessir atburðir marka mínar tillögur, hvernig það verður svo nákvæmlega er ég ekki tilbúinn að segja núna. Og það fer eftir því hvort eitthvað greinist í dag og á morgun. En mér sýnist nú á öllu að maður geti svosem sagt að það sé ekki ráðlegt að fara að slaka mikið á með þetta í farteskinu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42 Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59 „Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Tveir greindust innanlands í gær og voru báðir utan sóttkvíar Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Báðir voru utan sóttkvíar. 9. mars 2021 10:42
Vísar á bug gagnrýni um að starfsfólk hafi ekki verið látið vita nógu fljótt Sýni hjá 70 starfsmönnum og sjúklingum hafa verið tekin á Landspítala eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á laugardag. Sýni hafa verið tekin í gær og dag og hafa hingað til öll reynst neikvæð. 8. mars 2021 19:59
„Við erum á viðkvæmum tíma þótt það gangi vel“ Ekki er vitað nákvæmlega hvernig þeir tveir sem greindust með kórónuveiruna utan sóttkvíar innanlands um helgina smituðust. Báðir tengjast þeir einstaklingi sem kom til landsins 26. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2021 12:26