Innlent

Þurftu að loka fyrir heita vatnið á tölu­vert stærra svæði en á­ætlað var

Atli Ísleifsson skrifar
Upphaflega átti einungis að taka vatnið af fjórum húsum við Njarðargrund í Garðabæ.
Upphaflega átti einungis að taka vatnið af fjórum húsum við Njarðargrund í Garðabæ. Veitur

Veitur hafa þurft að loka fyrir heita vatnið í stórum hluta af Grundum og Ásum í Garðabæ. Upphaflega átti einungis að taka vatnið af fjórum húsum við Njarðargrund vegna viðgerðar en komið hafi í ljós að loka hafi þurft fyrir töluvert stærra svæði en áætlað var í fyrstu.

Þetta kemur fram á heimasíðu Veitna. Íbúar þar megi því eiga von á heitavatnsleysi eða lágum þrýstingi milli klukkan 9 og 17 í dag.

„Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×