Leita að nýra fyrir Glóð: „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar“ Samúel Karl Ólason skrifar 8. mars 2021 22:21 Glóð Jónsdóttir er nítján ára og glímir við mikla nýrnabilun og skert lífsgæði þess vegna. Hér má sjá myndir af henni auk myndar af henni, Selmu móður hennar og barnabarni Selmu. „Ég spurði lækninn hvað fólk gerði. Hvort það væri jafnvel að auglýsa eftir nýra á Facebook og hann sagði já. Fólk gerir það, þannig að við ákváðum að prufa,“ segir Selma Dan Stefánsdóttir, sem í kvöld birti færslu á Facebook þar sem hún auglýsir eftir nýra fyrir dóttur sína, Glóð. Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“ Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Glóð, sem er nítján ára gömul, var fyrirburi og fæddist með nýrnabilun sem veldur því að hún er með eitt nýra og það er með einungis tólf prósentu virkni. Lífsgæði Glóðar eru verulega skert vegna þessa og glímir hún við ýmsa kvilla eins og þreytu og orkuleysi. Selma segir að fjölskyldan hafi alltaf vitað að það kæmi að þessu. Sjúkdómur Glóðar er nú á lokastigi sem felur í sér að lyfjagjöf er hætt að virka sem skyldi og nýrað hætt að ráða við að hreinsa blóð hennar. Verulega skert lífsgæði Vegna orkuleysisins og annarra fylgikvilla segir Selma að Glóð búi við verulega skert lífsgæði en veikindin séu eiginlega ósýnileg. „Hún var rosalega dugleg og kláraði menntaskólann í vetur, þrátt fyrir sín veikindi. Hún lét ekkert stoppa sig,“ segir Selma. Fái Glóð ekki nýtt nýra þyrfti hún að fara í blóðskiljun, tvisvar til þrisvar í viku, nokkra klukkutíma í senn, auk þess sem hún myndi glíma áfram við alla heilsukvillana. Þar til á endanum hún gæti mögulega fengið nýra frá látnum einstaklingi og þá að öllum líkindum í Svíþjóð, samkvæmt Selmu. Ómögulegt er þó að segja til um hvenær það gæti gerst. Selma segir viðtökurnar við færslu hennar hafa verið mjög góðar. Það sé þó ekki hægt ljóst hve margir muni setja sig í samband við ígræðsludeild Landspítalans og láta skoða sig. Við o skum eftir ny ra fyrir Glo ð okkar. Glo ð Jo nsdo ttir er tæplega tvi tug stu lka sem fæddist 3 ma nuðum fyrir...Posted by Selma Dan Stefánsdóttir on Monday, 8 March 2021 Ferlið við það að gefa nýra yrði tiltölulega langt og tæki allavega níu mánuði, þó aðgerðin sjálf tæki bara nokkra klukkutíma. Gjafinn þyrfti að vera í blóðflokki sem passar við AB+ blóðflokk Glóðar, með enga undirliggjandi sjúkdóma og þyrfti að vera andlega undirbúinn fyrir ferlið. „Andlega, líkamlega og allt. Þú þarft að vera tilbúinn í þetta verkefni með okkur,“ segir Selma. „Við vonumst til að fá góð viðbrögð og að fólk þori. Þú getur lifað mjög góðu lífi með eitt nýra. Þú getur það ekki með ekkert nýra.“ „Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta lífsgæði Glóðar, svo hún verði eins og hvert annað ungmenni.“
Heilbrigðismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira