Innlent

Leiðin úr kreppunni, staðan á Reykja­nesi og skimun fyrir leg­háls­krabba­meini á Sprengi­sandi

Eiður Þór Árnason skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á dagskrá Bylgjunnar frá klukkan tíu til tólf líkt og aðra sunnudaga. Þá er hægt að hlusta á þáttinn í beinni hér á Vísi.

Fyrstu gestir Kristjáns verða Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingar, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar. Munu þau takast á um hagstjórnina í faraldrinum sem Kristrún hefur gagnrýnt nokkuð hvasst.

Þá mun Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og þingmaður Vinstri grænna fjalla um stöðuna á Reykjanesi.

Því næst koma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), og Jökull Sólberg Auðunsson frumkvöðull sem rökræða leiðirnar út úr kreppunni í kjölfar Iðnþings SI.

Að lokum mun Erna Bjarnadóttir, einn af forsprökkum undirskriftasöfnunar gegn því að rannsókn á sýnum úr skimun gegn leghálskrabbameini fari fram erlendis, ræða þá kröfu að sýnin verði rannsökuð á Íslandi án undantekninga.

Þáttinn má bæði heyra á Bylgjunni og í spilaranum hér fyrir ofan. Þá er minnt á hádegisfréttir Bylgjunnar að Sprengisandi loknum, í beinni útsendingu klukkan tólf.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×