Lífið

Seldust upp á einni mínútu

Sylvía Hall skrifar
Ljóst er að færri nældu sér í par en vildu.
Ljóst er að færri nældu sér í par en vildu. YeezySupply.com

Nýjustu Yeezy-skórnir frá rapparanum Kanye West og Adidas ruku út þegar sala hófst í morgun. Salan stóð ekki lengi yfir því mínútu eftir að opnað var fyrir pantanir voru skórnir uppseldir.

Um er að ræða hvíta Yeezy 450 skó, sem vöktu mikla athygli þegar rapparinn sást fyrst í þeim snemma á síðasta ári. Gerðu margir grín að skónum sem þóttu þá afar óvenjulegir, en virðast nú hafa slegið í gegn meðal skóunnenda.

Yeezy-skórnir koma í takmörkuðu upplagi og leggja því aðdáendur mikið á sig til að næla sér í par. Íslendingar eru þar engin undantekning, en þegar skórnir hafa verið til sölu í Húrra Reykjavík hafa iðulega myndast langar raðir og jafnvel sumir gist í tjöldum til þess að tryggja sér par.

Ísland í dag leit við í röðinni sem myndaðist í febrúar 2016 og ræddi við drengi sem höfðu þá beðið í tvo sólarhringa.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.