Innlent

Bein út­sending: Sér­fræðingar fara yfir stöðuna á Reykja­nes­skaga

Eiður Þór Árnason skrifar
Mesta jarðskjálftavirknin hefur verið við Fagradalsfjall síðustu sólarhringa.
Mesta jarðskjálftavirknin hefur verið við Fagradalsfjall síðustu sólarhringa. Vísir/vilhelm

Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna og fulltrúar Grindavíkurbæjar munu fara yfir stöðuna á Reykjanesskaga á íbúafundi í Grindavík klukkan 14:30.

Fundinum verður streymt á netinu og er streymið aðgengilegt hér fyrir neðan. Hægt er að koma spurningum til almannavarna og vísindamanna á Facebook-síðu Grindavíkurbæjar

Í gær mældust um 2.800 skjálftar á Reykjanesskaga og höfðu yfir 800 skjálftar mælst frá miðnætti skammt fyrir klukkan átta í morgun. Enginn órói hefur mælst á svæðinu en skjálftavirkni er áfram mikil. Rafmagnslaust var í Grindavík í um sex klukkustundir í gær en fátt bendir til að truflanirnar tengist jarðhræringunum.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Þrír yfir þremur rétt fyrir hádegi

Níu skjálftar stærri en 3 að stærð hafa mælst við Fagradalsfjall síðan á miðnætti, þar af þrír skjálftar um 3 skömmu fyrir hádegi.

Áfram mikil skjálftavirkni: Sex skjálftar um og yfir þremur að stærð í nótt

Rúmlega 800 jarðskjálftar hafa mælst frá því á miðnætti, sá stærsti að stærð 3,7 við Fagradalsfjall klukkan 4:11. Fimm aðrir skjálftar hafa mælst um eða yfir þremur að stærð frá miðnætti og hefur mesta virknin verið bundin við Fagradalsfjall. Skömmu fyrir miðnætti, klukkan 23:29, varð svo skjálfti að stærð 3,5 sem mældist sömuleiðis við Fagradalsfjall.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.