Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2021 14:03 Eddu og Kristófer var ansi brugðið þegar þau sáu skiltið. Katrín Ósk Ásgeirsdóttir „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda. Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Þetta stendur á stóru auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar. Karl Brynjólfsson er faðir Eddu Mjallar og Kristófers. Hann brá á það ráð að auglýsa börnin sín á lausu með það að markmiði að koma þeim út. „Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu. Skiltið hefur eflaust vakið athygli margra, enda fjöldi fólks í skíðaferð á Akureyri þessa helgina.Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Ákvað hann því að kaupa tvær auglýsingar. „Ég fékk auglýsingu á stóra LED skiltinu á Glerártorgi og svo var stórum borða komið fyrir í miðbæ Akureyrar.“ Edda Mjöll og Kristófer eru bæði í ferðalagi á Akureyri. „Þau voru í sjokki, en jákvæðu sjokki. Þau eru margoft búin að gera grín að mér og það miklu verra þannig ég átti þetta inni,“ sagði Karl. Edda Mjöll segir í samtali við fréttastofu að pabbi hennar sé að hefna sín vegna myndbands sem hún birti af honum fagna ágæti Íslands á HM. Myndbandið fór nokkuð víða um tíma og má sjá það hér að neðan. Eddu Mjöll segist hafa orðið verulega brugðið þegar hún sá skiltið. „Hann laug því að mér að hann hefði keypt auglýsingu fyrir eitthvað fyrirtæki og spurði mig hvort ég gæti keyrt framhjá og tekið mynd af því. Svo sé ég mynd af mér og bróður mínum þar sem hann tilkynnir að við séum á lausu,“ sagði Edda Mjöll. Gæti átt von á fleiri hrekkjum í dag „Ég hringdi í hann brjáluð og reyndi að taka skiltið niður en það var ekki hægt því það var búið að láta steina fyrir. En svo fannst mér þetta bara fyndið.“ Edda segir þau feðgin mikla grínista og því sé hrekkurinn ekki svo óvenjulegur. „Hann sagði mér að við gætum átt von á fleiri auglýsingum í dag og á morgun.“ Aðspurð hvort auglýsingin hafi borið árangur segir hún að henni hafi borist nokkur skilaboð og fleiri fylgjendur á instagram bæst í hópinn. „Smá en ekki mikið sem eru vonbrigði, en þannig er það nú bara. Ég vil samt taka það fram að ég kom ekki nálægt þessu,“ sagði Edda.
Ástin og lífið Akureyri Börn og uppeldi Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira