Innlent

Engar Covid-tölur um helgar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nú er hætt að upplýsa um Covid-tölur um helgar. Hægst hefur um hjá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tilliti til faraldursins undanfarnar vikur.
Nú er hætt að upplýsa um Covid-tölur um helgar. Hægst hefur um hjá Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni og Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tilliti til faraldursins undanfarnar vikur. Vísir/vilhelm

Ekki munu fást upplýsingar um Covid-smittölur um helgar frá og með þessari helgi. Þetta segir Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna í samtali við fréttastofu.

Engar tölur um smit, hvorki innanlands né á landamærum, verða því birtar í dag, laugardag, og á morgun, sunnudag. 

Enginn hefur greinst með kórónuveiruna innanlands síðan 26. febrúar síðastliðinn, eða í tæpa viku, samkvæmt Covid.is. Landsmenn þurfa því að bíða fram á mánudag til að fá úr því skorið hvort heil smitlaus vika náist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.