Innlent

Nú þegar keypt bóluefni fyrir rúma tvo milljarða króna

Eiður Þór Árnason skrifar
12.709 eru nú fullbólusettir hér á landi og hafa 14.332 til viðbótar fengið fyrri skammt.
12.709 eru nú fullbólusettir hér á landi og hafa 14.332 til viðbótar fengið fyrri skammt. Vísir/Vilhelm

Íslensk stjórnvöld hafa samið við fimm lyfjaframleiðendur um kaup á bóluefni við Covid-19 fyrir 2.150 milljónir króna. Þá hafa þau jafnframt tryggt sér kauprétt á bóluefni fyrir 1.800 milljónir króna til viðbótar. 

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðuneytisins við fyrirspurn RÚV. Íslendingar fá afhend bóluefni í gegnum samkomulag framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins við bóluefnaframleiðendur. Nú þegar hefur ríkisstjórnin samið um kaup á bóluefnum frá AstraZeneca, Janssen, CuraVac, Moderna og Pfizer/BioNTech.

Að sögn heilbrigðisráðuneytisins verður þar að auki líklega samið við bandaríska fyrirtækið Novavax en líklega ekki við franska lyfjafyrirtækið Sanofi. Þá sé óljóst hvort gengið verði til samninga við Reithera og Valneva. Þau tvö síðastnefndu auk Novavax hafa verið í viðræðum við framkvæmdastjórn ESB en hafa ekki lokið samningum.

Ef íslensk stjórnvöld fullnýta núverandi kauprétt sinn á bóluefni geta bóluefnakaupin samtals numið fjórum milljörðum króna. Fram kom í janúar að Ísland hafi tryggt sér bóluefni við Covid-19 fyrir 660 þúsund manns. Þeir framleiðendur sem stjórnvöld hafa samið við áforma að afhenda bóluefni fyrir samtals 190 þúsund einstaklinga fyrir lok júní.

Nú þegar hafa bóluefni Pfizer, AstraZeneca og Moderna fengið skilyrt markaðsleyfi hér á landi. Gera stjórnvöld ráð fyrir því að fleiri bóluefni bætist í þann hóp á næstunni og afhending hefjist í kjölfarið.


Tengdar fréttir

Búið að bólu­setja um 3,5% Ís­lendinga

Allir íbúar á höfuðborgarsvæðinu sem eru áttatíu ára eða eldri hafa fengið boð í Covid-19 bólusetningu. Búist er við að í þessari viku verði tæplega níu þúsund manns bólusettir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.