Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 16:59 Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Almannavarnir „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Sjá meira
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39
Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48
Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42