Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:39 Skjálftavirknin hefur nú aftur færst í áttina að Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira