Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2021 06:39 Skjálftavirknin hefur nú aftur færst í áttina að Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Enginn skjálfti yfir fjórum að stærð varð í nótt en fjórir mældust sem voru þrír að stærð að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Alls hafa mælst 700 skjálftar á skaganum frá því á miðnætti. Þá hefur ekki orðið vart við neinn óróa eins og mældist eftir hádegi á miðvikudag og ekki er byrjað að gjósa á svæðinu. Líkurnar á gosi nú eru taldar minni en í fyrradag. „Í gærkvöldi var virknin bundin við Grindavík og Bláa lónið en svo stökk þetta upp aftur til Fagradalsfjalls í nótt. Þetta raðast meira og minna á svæðið þar sem þetta var áður en þetta fór niður til Grindavíkur í gærkvöldi,“ segir Bjarki í samtali við Vísi. Stór skjálfti, 4,2 að stærð, mældist um tveimur kílómetrum norður af Grindavík klukkan 19:14 í gær. Bjarki segir það auðvitað betra fyrir fólkið að skjálftarnir hafi nú fært sig aftur fjær bænum að Fagradalsfjalli. Aðspurður hvað hægt sé að lesa í þessa færslu á skjálftavirkninni segir Bjarki að um sé ræða mismunandi sprungukerfi, annars vegar við Keili og Fagradalsfjall og hins vegar við Grindavík. Mikið af uppsafnaðri orku sé enn í jarðskorpunni og virknin stökkvi fram og til baka á milli þessara kerfa. Hér fyrir neðan má sjá vakt Vísis sem hófst þegar óróinn mældist á miðvikudag. Vaktin heldur áfram eitthvað fram eftir degi. Þá má fylgjast með svæðinu í beinni útsendingu á Vísi með því að smella hér.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira