Hætt við Secret Solstice 2021 en blásið til stórtónleika Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 14:47 Frá Secret Solstice í Laugardalnum sem haldin hefur verið undanfarin ár, þó ekki í fyrra sökum kórónuveirufaraldursins. Neon Photography Ekkert verður af tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fara átti fram í lok júní. Hefur hátíðinni verið frestað um ár eða til júní 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lifandi viðburðum, skipuleggjendum hátíðarinnar. „Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“ Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
„Vegna óvissu um samkomutakmarkanir næstu mánuði sáum við okkur það ekki fært að fara af stað með undirbúning hátíðar sem við vitum ekki hvort getur farið fram eins og við viljum að hún fari fram. Við höfum rætt við þá erlendu listamenn sem áttu að koma fram á hátíðinni í sumar og þeir eru allir reiðubúnir til þess að koma til Íslands sumarið 2022,“ segir Jón Bjarni Steinsson hjá Lifandi viðburðum. Á heimasíðu Secret Solstice hafði verið tilkynnt að Cypress Hill, TLC og Primal Scream yrðu á meðal listamanna í sumar. „Við munum samt ekki sitja auðum höndum í sumar heldur ætlum við að blása til sóknar þegar kemur að tónleikahaldi. Reykjavik Live tónleikaröðin sem fór fram í garðinum á Dillon allan júli síðasta sumar mun halda áfram. Við stefnum að því að halda í það minnsta 25 tónleika þar í sumar með flestum ef ekki öllum stærstu tónlistarmönnum Íslands í dag,“ segir Jón Bjarni. Úr garðinum á Dillon þar sem Reykjavík Live fór fram síðasta sumar.Lifandi viðburðir „Þá stefnum við að því að halda alla hliðarviðburði Secret Solstice hátíðarinnar sem eru haldnir inni í Langjökli og Raufarhólshelli og vonandi endurtökum við leikinn frá 2016 þegar Chino úr Deftones hélt órafmagnaða tónleika ofan í Þríhnúkagíg og setjum einhverja flotta íslenska listamenn þangað niður.“ Jón Bjarni bætir við að Nýja Laugardalshöllin hafi verið tekin frá laugardaginn 26. júní. Þar verði blásið til stórleika, tónleika allra tónleika eins og hann kemst að orði, með því besta sem íslenskir tónlistarmenn hafa upp á að bjóða. Ef Víðir leyfir, eins og Jón Bjarni segir. „Í þakklætisskyni við alla þá fjölmörgu miðahafa hátíðarinnar sem hafa haldið á miðum sínum á Secret Solstice munu allir okkar miðahafar fá frítt inn á þetta vonandi fyrsta alvöru party ársins.“
Secret Solstice Reykjavík Ferðamennska á Íslandi Tónlist Tengdar fréttir Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10 Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Skipuleggjendur sumarhátíða eru bjartsýnir á þróun mála Ef bólusetningar ganga jafn vel hérlendis og vonir standa til, eru skipuleggjendur bjartsýnir á að geta blásið til sumarhátíða. Þeir segjast þó hafa lært að gera ráð fyrir öllum mögulegum útkomum og eru við öllu búnir. 5. mars 2021 10:10