Innlent

Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nýtur töluverðs meiri stuðnings vestan Elliðaár en austan.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nýtur töluverðs meiri stuðnings vestan Elliðaár en austan. Vísir/Vilhelm

Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð.

Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis.

Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent.

Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir.

Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa.

Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá.

Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021.

Tengd skjölAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.