Fleiri Reykvíkingar ánægðir með borgarstjóra en óánægðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. mars 2021 12:02 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri nýtur töluverðs meiri stuðnings vestan Elliðaár en austan. Vísir/Vilhelm Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Dæmið snýst hins vegar við þegar horft er til landsbyggðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu þar sem ánægja með störf borgarstjóra var könnuð. Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Rúmlega fjörutíu prósent Reykvíkinga er ánægður með störf borgarstjóra en þriðjungur er óánægður. Ánægjan er mest í vesturbæ og miðbænum þar sem helmingur er ánægður með störf hans og rétt tæplega það í tilfelli íbúa Hlíða, Laugadals, Háaleitis og Bústaðahverfis. Eftir því sem fjarlægðin við miðbæinn eykst verður óánægjan meiri. Tæplega helmingur íbúa í Breiðholti, Árbæ, Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal er óánægður með störf borgarstjóra. Þar er ánægjan á bilinu 22 til 34 prósent. Íbúar annarra sveitarfélaga eru óánægðari með störf borgarstjóra Reykjavíkur því innan við fjórðungur er ánægður með störf hans en næstum tveir af hverjum fimm óánægðir. Þá eru Reykvíkingar með háskólapróf ánægðari með störf Dags en þeir sem eru með minni menntun. Séu viðhorf allra landsmanna rýnd kemur í ljós að konur eru aðeins ánægðari með störf Dags en karlar, yngra fólk er ánægðara en þeir sem eldri eru og þeir sem eru með háskólapróf eru ánægðari en þeir sem minni menntun hafa. Svarendur könnunar voru 868 talsins, koma úr Þjóðgátt Maskínu, sem er þjóðhópur fólks (e. panel) sem er dreginn með tilviljun úr Þjóðskrá og svarar á netinu. Svarendur eru allsstaðar að af landinu og á aldrinum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð með tilliti til kyns, aldurs og búsetu samkvæmt Þjóðskrá. Könnunin fór fram dagana 15. til 25. febrúar 2021. Tengd skjöl BorgarstjoriPDF183KBSækja skjal
Borgarstjórn Reykjavík Skoðanakannanir Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira