Reykjavíkurborg telur kristinfræðifrumvarp ekki til að auka víðsýni og efla mannskilning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. mars 2021 11:41 Frumvarpið er lagt fram af þingflokki Miðflokksins og tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Reykjavíkurborg er „alfarið á móti þeirri nálgun að heiti námsgreinarinnar trúarbragðafræði verði breytt í kristinfræði og trúarbragðafræði og telur þá aðferð ekki til þess fallna að styðja við víðsýni og efla mannskilning.“ Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“ Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira
Þetta kemur fram í umsögn borgarinnar um frumvarp Miðflokksins um að efla stöðu kristinfræði í kennslu um trúarbragðafræði í grunnskólum. Meðflutningsmenn utan þingmanna Miðflokksins eru tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins, Brynjar Níelsson og Ásmundur Friðriksson. Í greinargerð með frumvarpinu segir meðal annars að æska landsins eigi rétt á að fá að kynnast þeim trúarbrögðum sem mótuðu það samfélag sem við búum í. „Saga landsins og kristni er að mörgu leyti samofin, þess vegna á kristinfræðin að njóta sérstöðu innan veggja grunnskólanna. Eðlilegt er að hún sé því í forgrunni í kennslu trúarbragða og vegna tengsla trúarinnar við sögu Íslands og menningu. Tengslin eru menningarleg, söguleg og félagsleg. Okkur ber að kynna áhrifin sem kristnin hefur haft á samfélag okkar. Eðlilegt er því að fræða sérstaklega um ríkjandi trú landsins. Það gerir nemendur læsa á íslenska og vestræna menningu og menningararf.“ Námið þurfi að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi Í greinargerðinni er lögð áhersla á að markmiðið með fræðslu í kristnum fræðum sé ekki trúarleg boðun. Skólinn sé ekki trúboðsstofnun og því eigi kennslan ekki að stangast á við trúfrelsi. Lögmaður Reykjavíkurborgar segir hins vegar í umsögn að með því að leggja áherslu á fræðslu um kristna trú umfram aðra sé óbeint verið að senda nemendum og kennurum þau skilaboð að kristni sé mikilvægari eða betri en önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir. „Í frumvarpi þessu felst því gífurleg mótsögn, enda fráleitt að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“, umfram önnur trúarbrögð eða lífsskoðanir,“ segir í umsögninni. „Reykjavíkurborg telur mikilvægt að kennsla um trúarbrögð fari fram á hlutlausan hátt og að námsgreinin taki mið af þeirri þróun sem orðið hefur í samfélaginu. Námið þarf að þjóna fjölmenningarlegu samfélagi og kenna nemendum að bera virðingu fyrir fólki óháð trú, trúleysi eða öðrum skoðunum. Markmið kennslunnar þarf að vera að auka skilning nemenda á ólíkum hefðum og lífsgildum og hvetja til fordómalausra umræðna sem einkennast af umburðarlyndi og virðingu. Þessum markmiðum verður aðeins náð með kennslu sem tekur jafnt tillit til ólíkra trúarbragða og trúleysis.“
Trúmál Alþingi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Sjá meira