Ekki vísbendingar um gos á næstu klukkustundum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2021 18:29 Keilir og svæðið í kring úr lofti Vísir/RAX Nýjustu gögn gefa ekki vísbendingar um að eldgos á Reykjanesskaga sé yfirvofandi á næstu klukkustundum. Ennþá eru þó merki um að kvikugangur sé að myndast á svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Farið var yfir nýjustu mælingar og gögn sem hafa borist síðasta sólarhringinn á fundi vísindaráðs almannavarna þar sem jarðskjálftahrinan á Reykjanesskaga var rædd í dag. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að mælar sýni að virknin sé enn mikil á svæðinu þó að dregið hafi úr henni eftir að svonefndur óróapúls mældist um miðjan dag í gær. Virknin hefur færst örlítið í suðvestur en meginvirknin er þó enn á sömu slóðum og að undanförnu. Nýjar InSAR-gervihnattarmyndir sem bárust í dag og spanna tímabilið frá 25. febrúar til 3. mars sýna ennþá merki um að kvikugangur sé að myndast á milli Fagradalsfjalls og Keilis. GPS-mælingar eru sagðar styðja það en þær sýna stöðuga hreyfingu sem virðist þó hafa hægt á sér miðað við síðustu daga. Saman sýna gögnin að ekki hafi orðið veruleg aukning í kvikuhreyfingum samfara jarðskjálftavirkninni í gær. Sérfræðingar ætla að túlka frekar gögn um aflögun jarðskorpunnar til að átta sig á hversu miklar breytingar hafa átt sér stað og hvað þær þýða um framvindu mála. „Niðurstaða vísindaráðs er sú að nýjustu mælingar og gögn sýni að þau merki sem komu fram í gær um að veruleg hætta væri á [að] gos gæti hafist á næstu klukkustundum hafi dofnað mjög,“ segir í tilkynningu almannavarna. Atburðarásin nú hafi ekki áhrif á þær sviðsmyndir sem unnið hefur verið eftir. Gera þurfi ráð fyrir möguleikanum á gosi ásamt líklegustu staðsetningu þess og mögulegu umfangi eldgoss. Kaflaskipt næstu daga Framvindan á Reykjanesskaga er sögð verða kaflaskipt næstu daga og aftur gætu mælst skyndilegir púlsar með þéttum smáskjálftum líkt og þeim sem mældist í gær. Kaflaskipt virkni af þessu tagi hafi sést í Kröfueldum frá 1975 til 1984 þar sem kvika komst á hreyfingu og framkallaði púlsa með tíðum smáskjálftum. Þar einkenndist virknin af talsverðri skjálftavirkni og kvikuhreyfingum samfara púlsum með smáskjálftavirkni. Í sumum tilfellum hafi orðið gos en í öðrum ekki. „Það er mat vísindaráðs að nauðsynlegt sé að taka óróapúlsa, sambærilegum þeim sem varð í gær, alvarlega og reikna með þeim möguleika að gos kunni að vera yfirvofandi þegar þeir mælast,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vísindaráðið ætlar að funda aftur á morgun til að ræða nýjustu gögn og mælingar. Í því sitja fulltrúar Veðurstofu Íslands, Háskóla Íslands, Umhverfisstofnunar, Isavia-ANS, HS-Orku og ÍSOR. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Gervitunglamyndir sýna ekki miklar breytingar Ný gervitunglamynd barst fulltrúum Vísindaráðs almannavarna rétt fyrir fund þeirra nú síðdegis. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur, segir myndina leiða í ljós að ekki séu miklar breytingar frá fyrri myndum. 4. mars 2021 17:30