Mannréttindadómstóllinn að gefa Íslandi falleinkunn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. mars 2021 19:00 Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. vísir/Vilhelm Lögmaður fyrrverandi bankastjóra Landsbankans segir kerfið hafa fengið falleinkunn hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimm manns hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð í málaferlum eftir hrun bankakerfisins. Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“ Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu vísaði í morgun frá fimm málum þar sem íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð. Þessar sáttir snerta allmörg hrunmál. Sáttin við Sigurjón Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans. Þau hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð þar sem hæstaréttardómari átti hlutabréfaeign sem tapaðist við fall Landsbankans. Ívar Guðjónsson var dæmdur í markaðsmisnotkunarmáli Landsbankans en Karl Emil Werneson, Sigurþór Guðmundsson og Margrét Guðjónsdóttir í Milestone-málinu. Sátt þeirra byggir á dómi Mannréttindadómstólsins í máli Styrmis Þórs Bragasonar, sem var dæmdur í Exeter-málinu. Í þeirra máli hafi regla um milliliðalausa sönnunarfærslu verið brotin. Sönnunargildi framburða endurmetið og sýknudómi snúið við án þess að hlýtt væri á vitnisburði. „Þetta er ekki góð einkunn fyrir refsivörsluna, að hún hafi öll verið í molum og það sé eiginlega í hverju refsimálinu á fætur öðru fundið að því að menn hafi ekki notið réttlátrar málsmeðferðar,“ segir Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns Árnasonar. Ríkið samþykkti að greiða öllum fimm miskabætur er nema 1,8 milljón króna. Þá eiga allir rétt á endurupptöku. Mál Sigurjóns hefur reyndar þegar verið endurupptekið samhliða máli Elínar og er niðurstöðu að vænta í því í næstu viku. Sigurður segir gott að taka málið aftur fyrir þegar lengra er liðið frá andrúmsloftinu eftir hrun. Íslenska ríkið hefur viðurkennt að fimmenningarnir hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð hér á landi. Hvernig horfir það andrúmsloft við þér í dag? „Það var þannig andrúm eftir hrun að það var stofnað þetta embætti sérstaks saksóknara og einhvern veginn töldu þeir að þeir hefðu ríkari heimildir en lög almennt gerðu ráð fyrir og tíðarandinn var dálítið með þeim,“ segir Sigurður. „Hleruðu grimmt símtöl sakborninga og verjenda og það er búið að setja ofan í við þá mörgum sinnum út af því. Fóru líka í massívar handtökur og húsleitir sem virtust í stórum huta algjörlega tilgangslausar til þess að sýna samfélaginu að það væri verið að taka á mönnum sem settu höfðu sett samfélagið á hausinn. En ég held að þegar uppi er staðið, og það er farið að viðurkenna það víðar en áður, að hrunið á Íslandi var bara angi af alþjóðlegu bankahruni og það voru örugglega ekki framin hér alvarlegri afbrot en gengist og gerist í fyrirtækjarekstri almennt,“ segir Sigurður. „Ég held að menn hafi ekki haft sérstakan áhuga á því, eða ásetning, að skaða íslenskt samfélag eða setja fyrirtækið sitt á hausinn. Allir held ég voru að reyna róa í rétta átt og bjarga því sem bjargað varð.“
Hrunið Efnahagsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Milestone-málið Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent