Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
„Sveitarfélagið Fjarðabyggð sagði upp rekstrarsamningi við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimilanna tveggja þann 22. september síðastliðinn og lýkur samningstímanum um næstu mánaðamót. Sjúkratryggingar Íslands auglýstu eftir aðilum sem áhuga hefðu á að taka við rekstri heimilanna en engin viðbrögð bárust við þeirri auglýsingu.
Hjá HSA er þegar fyrir hendi þekking og reynsla á rekstri hjúkrunarheimila. Stofnunin rekur hjúkrunarheimilið Dyngju á Egilsstöðum, hjúkrunarheimilið Fossahlíð á Seyðisfirði og hjúkrunarheimili Umdæmissjúkrahúss Austurlands í Neskaupsstað,“ segir í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins.