Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 17:44 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt. Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Sjá meira
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22