„Mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. mars 2021 20:43 Fyrirsætan og aðgerðasinninn Ísold segir verkefni hennar og Önnu Maggý ljósmyndara tákna frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum. Anna Maggý „Þetta verkefni, Vulnerability and strength, er ótrúlega persónulegt. Það mætti segja að þetta væri eins og ástarbréf til mín sem ég hef haldið á í mörg ár,“ segir fyrirsætan, listamaðurinn og aðgerðasinninn Ísold Halldórudóttir. Í verkefninu sem er samstarf Ísoldar og ljósmyndarans og myndlistakonunnar Önnu Maggýjar, leitar Ísold að sjálfsást á sama tíma og hún reynir að finna jafnvægi á milli heimsfaraldurs, ögrunar fegurðarviðmiða og endurskilgreiningar á því sem kallast að vera feitur. Ég reyni að finna réttu orðin sem gera mér kleift að tjá mig að fullu, en á sama tíma er ég of hrædd við það að sleppa. Þegar Ísold skoðar myndirnar segist hún sjálf hafa viljað hafa einhverja fyrirmynd þegar hún var yngri. „Svo stórum hluta af lífi mínu hefur verið eytt í það að burðast með skömm, að reyna að fela það hver ég er og hvernig ég lít út. Þó svo að í dag sé það augljóst fyrir mér að sjálfsmynd mín og gildi ættu ekki að vera skilgreind út frá þyngd minni, þá finn ég samt fyrir miklum sjálfsefa þegar ég velti því fyrir mér hvort að ég sé nógu góð. Hún segir myndirnar tákna frelsið. Frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum sem hún segist setja á sig til þess að þóknast öðrum. Ég þarf að viðurkenna fyrir sjálfri mér að mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig. Ég er vel fær um það að halda áfram leit minni að sjálfsást. Að vinna með Önnu Maggý ljósmyndara í þessu verkefni segir Ísold hafa verið mjög náttúrulegt og eðlilegt ferli sem var henni mjög mikilvægt. „Með þessari góðu og nánu samvinnu náðum við því að fanga hreyfingar og stöður án þess að þær væru þvingaðar. Við byggðum upp söguþráð sem okkur fannst heiðarlegur. Þetta verkefni er ekkert án veikleika og styrks og að finna það hugrekki til að elska sjálfan sig án málamiðlana eða undantekninga.“ Anna Maggý ljósmyndari og myndalistamaður hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín þrátt fyrir ungan aldur og talin rísandi stjarna í heimi ljósmynda og myndlistar. Myndirnar birtust fyrst þann 1. mars í ítalska Vouge þar sem Önnu Maggý er lýst sem einum af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. „Það er mikil leikgleði sem skilgreindi samstarfið okkar á sama tíma og við reyndum að fanga þennan hráa veruleika. Við fórum í nokkrar ferðir um sveitir Íslands að vori til og settum okkur engar reglur og engin mörk. Við létum einfaldlega tilfinningarnar okkar ráða og leiða okkur í einhverja átt. Fyrir mér er Ísold fulltrúi nýju kynslóðarinnar. Hún er frábært dæmi um hvernig við getum tekið stjórn á sjálfsmyndinni. Ég elska að vinna með henni og fólki eins og henni sem er óhrætt við það að hafa hátt. Ég hef þá trú að hún sé svo sannarlega að færa til þessa stöðnuðu merkingu fegurðar. Ísold - Instagram Anna Maggý - Instagram Menning Ljósmyndun Myndlist Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01 „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Í verkefninu sem er samstarf Ísoldar og ljósmyndarans og myndlistakonunnar Önnu Maggýjar, leitar Ísold að sjálfsást á sama tíma og hún reynir að finna jafnvægi á milli heimsfaraldurs, ögrunar fegurðarviðmiða og endurskilgreiningar á því sem kallast að vera feitur. Ég reyni að finna réttu orðin sem gera mér kleift að tjá mig að fullu, en á sama tíma er ég of hrædd við það að sleppa. Þegar Ísold skoðar myndirnar segist hún sjálf hafa viljað hafa einhverja fyrirmynd þegar hún var yngri. „Svo stórum hluta af lífi mínu hefur verið eytt í það að burðast með skömm, að reyna að fela það hver ég er og hvernig ég lít út. Þó svo að í dag sé það augljóst fyrir mér að sjálfsmynd mín og gildi ættu ekki að vera skilgreind út frá þyngd minni, þá finn ég samt fyrir miklum sjálfsefa þegar ég velti því fyrir mér hvort að ég sé nógu góð. Hún segir myndirnar tákna frelsið. Frelsið til þess að sleppa og henda frá sér öllum óraunhæfum væntingum sem hún segist setja á sig til þess að þóknast öðrum. Ég þarf að viðurkenna fyrir sjálfri mér að mín eigin fegurð byggist ekki á því hvernig heimurinn sér mig. Ég er vel fær um það að halda áfram leit minni að sjálfsást. Að vinna með Önnu Maggý ljósmyndara í þessu verkefni segir Ísold hafa verið mjög náttúrulegt og eðlilegt ferli sem var henni mjög mikilvægt. „Með þessari góðu og nánu samvinnu náðum við því að fanga hreyfingar og stöður án þess að þær væru þvingaðar. Við byggðum upp söguþráð sem okkur fannst heiðarlegur. Þetta verkefni er ekkert án veikleika og styrks og að finna það hugrekki til að elska sjálfan sig án málamiðlana eða undantekninga.“ Anna Maggý ljósmyndari og myndalistamaður hefur hlotið mikið lof fyrir verk sín þrátt fyrir ungan aldur og talin rísandi stjarna í heimi ljósmynda og myndlistar. Myndirnar birtust fyrst þann 1. mars í ítalska Vouge þar sem Önnu Maggý er lýst sem einum af bestu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. „Það er mikil leikgleði sem skilgreindi samstarfið okkar á sama tíma og við reyndum að fanga þennan hráa veruleika. Við fórum í nokkrar ferðir um sveitir Íslands að vori til og settum okkur engar reglur og engin mörk. Við létum einfaldlega tilfinningarnar okkar ráða og leiða okkur í einhverja átt. Fyrir mér er Ísold fulltrúi nýju kynslóðarinnar. Hún er frábært dæmi um hvernig við getum tekið stjórn á sjálfsmyndinni. Ég elska að vinna með henni og fólki eins og henni sem er óhrætt við það að hafa hátt. Ég hef þá trú að hún sé svo sannarlega að færa til þessa stöðnuðu merkingu fegurðar. Ísold - Instagram Anna Maggý - Instagram
Menning Ljósmyndun Myndlist Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01 Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01 „Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47 Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
RAX Augnablik: „Það hvarflaði ekki að mér að hann væri enn á lífi“ Sumarið 1988 var ljósmyndarinn Ragnar Axelsson staddur í Færeyum á eyunni Sandey. Það rigndi mikið í litla þorpinu Húsavík þegar hann kom auga á mann á gangi sem studdist við staf. 28. febrúar 2021 07:01
Myndband sem sýnir mannlífið í miðborg Reykjavíkur árið 1946 Í myndinni Reykjavík vorra daga eftir Óskar Gíslason má sjá ómetanlegar heimildir frá miðborg Reykjavíkur. 24. febrúar 2021 07:01
„Mikill listrænn metnaður var lagður í einstaka muni“ Um helgina opnaði á Hönnunarsafni Ísland sýningin Deiglumór, keramik úr íslenskum leir 1930 – 1970. Á sýningunni verður þetta frjóa tímabili í leirlistarsögunni rifjað upp. Ekki var haldin sérstök sýningaropnun en safnið er opið þriðjudaga til sunnudaga frá frá 12 til 17. 15. febrúar 2021 08:47
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“