Innlent

Óvíst með frekara gæsluvarðhald yfir Íslendingnum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði.
Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði. Vísir/Vilhelm

Karlmaður á fertugsaldri frá Litháen, sem fyrstur var handtekinn í tengslum við morðið í Rauðagerði þann 13. febrúar, hefur verið látinn laus úr haldi lögreglu. Hann sætir nú farbanni að sögn Margeirs Sveinsson yfirlögregluþjóns sem fer fyrir rannsókn málsins.

Sex eru nú í gæsluvarðhaldi og þrír sæta farbanni vegna málsins. Gæsluvarðhald yfir Íslendingi á fimmtugsaldri sem grunaður er um aðild að málinu rennur út í dag. Margeir segir ekki ákvörðun liggja fyrir um hvort farið verði fram á áframhaldandi varðhald yfir honum.

Sautján dagar eru liðnir frá morðinu í Rauðagerði. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér varðandi rannsóknina. Í gær kom fram að yfirheyrslur og úrvinnsla gagna væri í fullum gangi en slík vinna væri mjög tímafrek.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×