Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:11 Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Vísir/Vilhelm Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira