Innlent

Snarpur skjálfti á Reykjanesi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skjálftahrinan hófst á miðvikudaginn en skjálftarnir hafa verið að færast nær Keili og Trölladyngju. Starfsfólk Veðurstofu Íslands hefur sett upp fleiri mæla á svæðinu til að fylgjast með virkninni.
Skjálftahrinan hófst á miðvikudaginn en skjálftarnir hafa verið að færast nær Keili og Trölladyngju. Starfsfólk Veðurstofu Íslands hefur sett upp fleiri mæla á svæðinu til að fylgjast með virkninni. Vísir/Vilhelm

Snarpur skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, um klukkan 13:50 í dag. Skrifstofur fréttastofu á Suðurlandsbraut í Reykjavík hristust vel en skjálftinn varði þó nokkuð skemur en stóru skjálftarnir sem urðu í nótt og á laugardagsmorgun.

Skjálftinn var af stærðinni 3,8 og mældist á 7,5 kílómetra dýpi um einn kílómetra suðvestan af Keili.

Annar skjálfti 4,2 að stærð mældist svo klukkan 14:12 á 7,3 kílómetra dýpi um 1,9 kílómetra suðvestur af Keili. Sá fannst ekki jafnvel á höfuðborgarsvæðinu og 3,8 skjálftinn.

Skjálfti 3,7 að stærð reið yfir suðvesturhornið um klukkan 13 í dag og fannst víða á suðvesturhorninu.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.