Innlent

1.500 skjálftar í dag

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikil virkni hefur verið við Keili undanfarið.
Mikil virkni hefur verið við Keili undanfarið. Vísir/Vilhelm

Tæplega 1.500 jarðskjálftar höfðu greinst á mælum Veðurstofu Íslands frá miðnætti til hádegis í dag. Sá stærsti var 4,9 að stærð, klukkan hálf tvö í nótt.

Frá því jarðskjálftahrinan hófst þann 24. febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5,0 stærð, hafa mælst meira en 11.500 skjálftar. Um 30 þeirra hafa verið yfir 4,0 og um 200 yfir 3,0.

Um klukkan eitt mældist svo skjálfti sem var 3,7 af stærð samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum á vef Veðurstofunnar.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að svona hrinur sé ekki einsdæmi á þessu svæði. Til dæmis hafi þann 10. júní 1933 mældust fimm skjálftar af stærð 4,9 til 5,9 við Fagradalsfjall.


Tengdar fréttir

Svona hljómaði stóri skjálftinn í nótt

Stór jarðskjálfti sem reið yfir klukkan hálf tvö í nótt og mældist 4,9 að stærð varði í ríflega tuttugu sekúndur, ef marka má hljóðupptöku úr Hlíðunum í Reykjavík. Upptökuna má finna neðst í fréttinni.

Áhersla lögð á að koma réttum upplýsingum til skelkaðra íbúa af erlendum uppruna

Bæjarstjórinn í Grindavík segir að mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá fólki af erlendum uppruna í samfélaginu vegna jarðskjálftana undanfarið. Margir hafi litla reynslu af jarðskjálftum og eina þekkingin komi frá fréttamyndum af miklum hörmungum í kjölfar þeirra. Áhersla sé lögð á að koma réttum upplýsingum til hópsins. 

Afar hæpið að íslensk hús hrynji vegna jarðskjálfta

Lágreist hús með léttum þökum, sem mjög algeng eru á Íslandi, eru sérstaklega heppileg með tilliti til jarðskjálfta, að sögn jarðskjálftaverkfræðings. Þá finni íbúar húsa á hörðu undirlagi minna fyrir jarðskjálftum en þeir sem búa þar sem undirlagið er mýkra. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.