Innlent

Enn einn snarpur skjálfti og vefur Veður­stofunnar hrundi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jarðskjálftinn átti upptök sín rétt suðvestan við Keili.
Jarðskjálftinn átti upptök sín rétt suðvestan við Keili. Vísir/Vilhelm

Snarpur jarðskjálfti fannst víða á suðvesturhorni landsins rétt eftir klukkan hálf tíu. Jarðskjálftinn var 3,8 að stærð og átti upptök sín um einn kílómetra suðvestur af Keili samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa hefur fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Suðurnesjum, höfuðborgarsvæðinu og alla leið upp í Akranes og Borgarnes.

Vefur Veðurstofunnar liggur niðri eins og er og má draga þá ályktun að svo margir hafi heimsótt vefsíðuna vegna skjálftans að hún hafi ekki þolað álagið. 

Að sögn vakthafandi veðurfræðings hafa hátt í tvö þúsund jarðskjálftar orðið í dag og þeir sem hafa verið yfir þremur að stærð eru að nálgast fjörutíu talsins.

Sex skjálftar yfir fjórum hafa riðið yfir í dag, sá síðasti klukkan 19:01 en hann var 4,7 að stærð.


Tengdar fréttir

Telur lík­legt að skjálfta­hrinan deyi út á næstu dögum

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir enn óljóst hvort dragi úr jarðskjálftum á Reykjanesskaga á næstu dögum eða hvort von sé á enn stærri skjálftum og jafnvel eldgosi. Hún telur þó líklegt að skjálftahrinan deyi út í næstu viku.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×