Enski boltinn

Newcastle og Wolves skildu jöfn

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/Getty

Newcastle United fékk Wolverhampton Wanderers í heimsókn í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Úlfarnir sigla nokkuð lygnan sjó um miðja deild á meðan Newcastle hafa verið að sogast niður í átt að fallsvæðinu að undanförnu.

Jamal Lascelles kom Newcastle í forystu snemma í síðari hálfleik þegar hann skallaði fyrirgjöf Ryan Fraser í netið.

Heimamönnum hélst forystan allt þar til á 73.mínútu þegar Ruben Neves skoraði með skalla af löngu færi en Martin Dubravka, sem fékk tækifærið að nýju í marki Newcastle, hefði líklega átt að gera betur.

Fleiri urðu mörkin ekki og 1-1 jafntefli niðurstaðan. Newcastle nú fjórum stigum frá Fulham sem er í 18.sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×