Telja líklegustu gossvæðin við Trölladyngju og að hraun flæði um mitt Reykjanesið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 26. febrúar 2021 23:40 Samkvæmt útreikningum á hraunflæðilíkum er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes verði af gosi. HÁSKÓLI ÍSLANDS Líklegustu eldgosasvæðin eru við Trölladyngju samkvæmt eldsuppkomuspá Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Ef af gosi verður er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes. Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesskaga. Mesta virknin er nú norðaustan við Fagradalsfjall. Í dag hafa tæplega sextíu skjálftar mælst yfir 3,0 að stærð. Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 22.38 og mældist sá 4,9 að stærð um 3 kílómetra suðvestur af Keili. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, í Vestmannaeyjum, austur í Rangárvallarsýslu og upp Borgarfjörð. Spáin breytt Rúmlega fimm þúsund skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn birti á Facebook í kvöld breytta eldsuppkomuspá sem byggð er á rannsóknum á Reykjanesi í gegnum árin að viðbættum þeim atburðum sem áttu sér stað í dag. Miðað við skjálfta frá hádegi í gær og fram til klukkan 17 í dag er spáin samkvæmt myndinni hér að neðan. Það er innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði samkvæmt spákortinu.HÁSKÓLI ÍSLANDS „Eins og áður eru það innan eldrauðu svæðanna sem líklegast er að eldgos verði. Miðað við fyrri póst okkar hefur orðið mikil breyting á spákortinu. Líklegustu svæðin eru komi að Trölladyngju.“ segir í færslu hópsins. Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar2 að enn sjáist engin merki um eldvirkni á svæðinu. Eldfjallafræði og náttúruvárhópurinn lauk mælingum á hraunflæðilíkum í kvöld og samkvæmt þeim er líklegast að hraun flæði um mitt Reykjanes ef af gosi verður. „Þá er útreikningum á hraunflæðilíkum lokið. Eins og áður látum við gjósa á allra líklegustu svæðunum. Miða við kortið frá fyrr í dag eru miklar breytingar, eins og við mátti búast út frá spákortinu. Nú er það fyrst og fremst Mitt Reykjanesið þar sem líklegast er að hraun flæði um. Eins og áður, því rauðari sem liturinn er því líklegra er að hraun fari þar um á nesinu.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43 Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18 Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Enn skelfur jörð á suðvesturhorni landsins Enn skelfur jörðin og fannst rétt í þessu snarpur skjálfti á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann 4,9 að stærð. 26. febrúar 2021 22:43
Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 26. febrúar 2021 20:18
Rúmlega 5000 skjálftar mælst á svæðinu: „Á meðan að hrinan er í gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5“ Skjálfti að stærðinni 4,1 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 18:24. Upptökin eru norðaustur af Fagradalsfjalli. 26. febrúar 2021 19:36