Innlent

Snarpur skjálfti fannst vel í höfuðborginni

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
7D214DEE7C4F334DF71DD838F56A6F29B62DD9C34FE3F717BE3ACCB718B83EB6_713x0

Snarpur jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. 

Þegar fréttamaður hafði samband við Veðurstofuna sýndu bráðabirgðatölur að skjálftinn hefði verið að minnsta kosti yfir 4,3 að stærð. Samkvæmt uppfærðum tölum mældist hann 4,6 að stærð og fannst hann vel í höfuðborginni.

Veðurstofan hefur fengið tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist á Suðurnesjum, í Reykjavík og í Hafnarfirði.

Klukkan 20:47 reið annar skjálfti yfir og mældist hann 4,1 að stærð. Ljóst er að ekkert lát er á skjálftahrinunni.

Kristín Jónsdóttir, jarðskjálftafræðingur sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að óvissa ríkti um framhaldið þrátt fyrir að ekki væru merki um eldvirkni.

„Það er auðvitað mikil óvissa. Við erum greinilega bara í miðri hrinu þannig að það er erfitt að spá í framhaldið. Það leit allt út fyrir það í gær og í morgun að það væri að draga úr þessu en svo tekur hrinan sig upp að nýju. Þetta er svo sem eitthvað sem við höfum séð áður. Þær eiga þetta til þessar hrinur.“

„Á meðan að hrinan er i gangi eru auknar líkur á því að það verði stærri skjálfti og allt að 6,5. Þá erum við að horfa fyrst og fremst á svæðið á milli Brennisteinsfjalla og Bláfjalla að þar gæti komið stærri skjálfti. Virknin sem við höfum séð núna undanfarinn sólarhring er að mestu bundið við Fagradalsfjall og það er frægt fyrir miklar hrinur. Við sjáum engin merki um eldvirkni,“ sagði Kristín.

Fréttin hefur verið uppfærð. Áður sýndu bráðabirgðatölur að stærð skjálftans hefði verið 3,9 en samkvæmt uppfærðum tölum var hann 4,6 að stærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×