Dans og báns úr MH á toppi PartyZone listans Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 26. febrúar 2021 17:11 Hljómsveitin Inspector Spacetime vermir fyrsta sæti PartyZone-listans að þessu sinni. Nýr PartyZone hlaðvarpsþáttur er kominn á „öldur netvakans“. Fyrsti PartyZone listi ársins, topp 30 fyrir febrúarmánuð, er kynntur og spilaður í þættinum. Árið fer af stað með látum samkvæmt þáttastjórnendum og má finna frábæra nýja tónlist úr heimi danstónlistarinnar í þættinum. Sem fyrr byggir listinn á vali plötusnúðanna og á „nokkuð ígrunduðu grúski þáttarstjórnenda.“ Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann. PartyZone Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Topplag listans kemur að einhverju leyti á óvart en það er nýútkomið lag með „kornungri og frábærri house sveit úr Menntaskólanum við Hamrahlíð“, Inspector Spacetime. Lagið heitir Dansa og bánsa og segja þáttastjórnendur það yfirgengilega grípandi. „Það væri nú mjög gaman að fá extended mix frá þeim til að spila í þættinum, óskum eftir því hér með,“ segir Helgi Már, einn af PartyZone-mönnum. „Okkur finnst þetta allveg frábært stöff, strangheiðarleg og pínu naív gleðihústónlist með smá húmor eins og sést í myndbandinu þeirra. Smá Norðurkjallarastemming yfir þeim líka.“ Klippa: Inspector Spacetime - Dansa og bánsa „Það er nóg að gerast í tónlistinni bæði hér innanlands og erlendis og partýárið mikla 2021 að byrja með stæl þó svo við þurfum að bíða aðeins fram á sumarið eftir að geta dansað af okkur sokkana á dansgólfum bæjarins,“ segir Helgi Már. Þátturinn hefst á múmíu kvöldsins, en hana eiga Daft Punk, „sem hefur fylgt þættinum eins og skugginn frá þeirra fyrsta lagi.“ Sveitin tilkynnti einmitt í vikunni að hún hefði lagt upp laupana. „Það er einmitt ein af ófáum dansperlunum þeirra sem er færð til bókar sem múmía kvöldsins. Lag sem gerði allt vitlaust í þættinum og á dansstöðum eins og Rósenberg, Bíókjallaranum (Síbería) og Tunglinu árið 1996.“ Klippa: Party Zone listinn fyrir febrúar Í þættinum má einnig heyra nýja tónlist frá listamönnum á borð við Booka Shade, Chromatics, Groove Armada, Discloure og Crackazaat, en einnig er ýmislegt íslenskt þar að finna sem sést á topplistanum þennan mánuðinn. Hér að neðan má sjá listann.
PartyZone Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira