Ísland á smáþjóðaleikunum í jarðskjálftamálum Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2021 10:16 Kristinn Hrafnsson fitjar upp á því óþjóðholla viðhorfi, sem er reyndar staðreynd, að í jarðskjálftamálum er Ísland ekki, og sem betur fer, ofarlega á blaði. Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks gefur ekki mikið fyrir íslenska jarðskjálfta. Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Kristinn hefur viðað að sér upplýsingum um hvernig Ísland stendur í alþjóðlegum samanburði þegar jarðskjálftar eru annars vegar. „Í jarðskjálftamálum þyrftum við að keppa á smáþjóðaleikunum til þess að komast á pall,“ segir hann í pistil á Facebook. Kristinn byggir sínar upplýsingar meðal annars á skrifum Páls Einarssonar sem finna má á Vísindavefnum. Segir að jarðskjálftinn í vikunni, sem lagði undir sig umræðuna og vilja ýmsir meina að ekki sé við það búandi að flóttaleiðir úr borginni séu ekki greiðar, hafi verið frekar hófsamur á heimsmælikvarða og í raun fremur algengur. „Samkvæmt jarðvísindariti verða 1319 skjálftar í heiminum á kvarðanum 5-5,9 eða 3-4 á hverjum degi.“ Jarðskjálftinn í vikunni var frekar hófsamur á heimsmælikvarðanum og frekar algengur. Samkvæmt jarðvísindariti verða...Posted by Kristinn Hrafnsson on Föstudagur, 26. febrúar 2021 Eins og sjá má á mynd í hinum ísaumaða pistli Kristins af Facebook hér ofar er Ísland útnári þegar öflugir skjálftar eru annars vegar. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru yfirleitt ríflega 6 eins og skjálftarnir tveir 17. og 21. júní árið 2000. Þeir voru báðir 6,5. „Tíðni skjálfta í heiminum á bilinu 6-6,9 er einnig talsverð eða ríflega tveir á viku (134 á ári),“ segir Kristinn og hann heldur miskunnarlaus áfram, þá í þeim skilningi að Íslendingar eru stoltir af sínum skjálftum: „Frá því menn byrjuðu að mæla hafa stærstu skjálftar á landinu verið þrír, undan norðurströndinni 1910, á Rangárvöllum 1912 og við mynni Skagafjarðar 1963. Allir mældust 7 á Richter. Talið er að öflugasti jarðskjálfti frá landnámi hafi verið 7,1 en það er ágiskun. Sá reið yfir 1784 og átti upptök í Holtum. Jarðskjálftar af styrknum 7-7,9 eru heldur ekki svo sjaldgæfir á Jörðinni. Svona einn í mánuði eða 10-20 á ári.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Vísindi Samfélagsmiðlar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira