Innlent

Snarpur skjálfti á Reykjanesi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesi.
Ekkert lát er á skjálftahrinunni á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm

Klukkan 08:37 varð jarðskjálfti að stærð 3,2 um 2,1 kílómetra austur af Fagradalsfjalli. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og í Grindavík.

Er þetta stærsti skjálftinn sem mælst hefur síðan á miðnætti en um 600 skjálftar hafa mælst frá þeim tíma á Reykjanesi.

Klukkan 05:58 mældist skjálfti að stærðinni 2,9 en aðrir skjálftar í nótt og morgun hafa verið minni, flestir undir tveimur.

Engin merki eru um gosóróa á svæðinu og skjálftavirknin er enn bundin við það sama svæði og verið hefur, það er á um tuttugu kílómetra kafla sem nær frá Kleifarvatni að Grindavíkurvegi.

Virknin hefur því ekki færst austar, það er í Brennisteinsfjöll, en vísindamenn hafa varað við því að á því svæði gæti orðið skjálfti allt að 6,5 að stærð.

Tilkynning Veðurstofunnar:

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi er en í gangi. Frá því um miðnætti hafa mælst um 600 jarðskjálftar á svæðinu.

Einn skjálfti af stærð 3,2 mældist núna í morgun kl. 08:37, 2,1 km A af Fagradalsfjalli, skjálftinn fannst á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. Aðrir skjálftar frá því um miðnætti hafa verið minni.

Frá því að hrinan hófst hafa mælst hátt í 5000 skjálftar á svæðinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.