Lífið

Málverk North West vekur athygli og ekki trúa allir Kim Kardashian

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sumir vilja meina að Kim sé einfaldlega að skrökva.
Sumir vilja meina að Kim sé einfaldlega að skrökva. vísirGetty

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian birti á dögunum mynd á bæði Twitter og Instagram sem er af málverki.

Málverkið á að vera eftir dóttur hennar og Kanye West, North West. North er fædd 15. júní árið 2013 og því sjö ára. Erlendir miðlar hafa verið að greina frá því að Kim og Kanye séu nú að ganga í gegnum skilnað.

Verkið er einstaklega fallegt en aftur á móti á fólk erfitt með að trúa því að sjö ára barn hafi getað málað slíka mynd.

Aðdáendur Kim hafa margir hverjir skrifað athugasemdir við tístið og efast svo sannarlega um að North sé í raun listamaðurinn á bak við myndina.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.