Innlent

Bein út­sending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykja­vík

Eiður Þór Árnason skrifar
Hér má sjá Krossamýrartorg sem stendur við Borgarlínuásinn sem liggur í gengum miðju svæðisins.
Hér má sjá Krossamýrartorg sem stendur við Borgarlínuásinn sem liggur í gengum miðju svæðisins. Reykjavíkurborg

Í dag verður bein útsending á vegum Reykjavíkurborgar til að kynna hugmyndir um nýtt 20 þúsund manna hverfi á Ártúnshöfða og við Elliðaárvog. Útsendingin hefst klukkan 17 og byggist dagskrá á stuttum kynningum fjölmargra sem komið hafa að verkefninu til þessa.

Er fundinum ætlað kynna fyrirætlanir um að breyta gamalgrónu iðnaðarhverfi í lifandi og græna íbúðabyggð áður en deiliskipulag fer í formlegt ferli til að fá fram sjónarmið íbúa og fyrirtækja. Gert er ráð fyrir að deiliskipulag fari í auglýsingu í apríl og þá tekur við lögbundið ferli, að því er fram kemur í tilkynningu frá borginni.

Dagskrá:

Pawel Bartoszek, formaður skipulagsráðs: Áherslur í uppbyggingu og ferlið framundan

Björn Guðbrandsson, arkitekt hjá Arkís: Höfðinn – nýr borgarhluti í mótun - helstu forsendur og markmið

Páll Gunnlaugsson, arkitekt hjá ASK arkitektum: Krossamýrartorg – nýr kjarni í austurhluta borgarinnar

Sigurbjörg Helga Gunnbjörnsdóttir, skipulagsfræðingur hjá Arkís: Elliðaárvogurinn – borgin við sundin

Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi: Grænasti borgarhlutinn – Græn svæði og almenningsrými.

Soffía Vagnsdóttir, skrifstofustjóri á fagskrifstofu grunnskóla á Skóla-og frístundasviði: Skólahverfið – samspil skóla og umhverfis.

Anna Guðrún Stefánsdóttir, umferðar-og skipulagsverkfræðingur hjá Verkís: Áherslur á blöndun ólíkra ferðamáta.

Fundarstjóri er Birkir Ingibjartsson, verkefnisstjóri hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á að svara fyrirspurnum sem sendar verða á netfangið  hofdinn@reykjavik.is hvort heldur sem þær berast fyrir fundinn eða meðan útsending varir.

Nánar má lesa um hverfið á vef borgarinnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.